Skyldur atvinnurekanda

Í kjarasamningnum eru í nokkrum liðum taldar upp þær skyldur sem atvinnurekendur skulu leitast við að uppfylla til að greiða fyrir sveigjanleika í vinnutíma fyrir starfsmenn. Þær eru:

1. Að taka tillit til óska starfsmanns um að flytjast úr fullu starfi í hlutastarf eða úr hlutastarfi í fullt starf.
2. Taka tillit til óska starfsmanns um að auka eða minnka starfshlutfall sitt, skapist svigrúm til þess.
3. Auðvelda aðgang að hlutastörfum á öllum stigum fyrirtækisins, þar á meðal að sérhæfðum störfum og stjórnunarstörfum.
4. Veita tímanlega upplýsingar um störf sem losna á vinnustaðnum, þar með talið hlutastörf, til að auðvelda flutning úr hlutastarfi í fullt starf og öfugt
5. Greiða fyrir aðgangi hlutavinnufólks að starfsmenntun og starfsþjálfun, m.a. í því skyni þeir geti aukið hæfni sína og til að stuðla að starfsframa og hreyfanleika í starfi.
6. Veita trúnaðarmönnum starfsmanna upplýsingar um hlutastörf á vinnustað.