Vinnuréttarvefur

Lengd fæðingarorlofs

Hvoru foreldri er tryggður réttur til þriggja mánaða orlofs. Foreldrar eiga svo sameiginlega rétt á þremur mánuðum sem þau geta skipt sín á milli að vild. Fæðingarorlofið vegna barns er þannig samanlagt 9 mánuðir.

Móðir:               Faðir:              Sameiginlegur réttur:
3 mánuðir           3 mánuðir          3 mánuðir
 
Með þessu fyrirkomulagi fæðingarorlofs er stigið róttækt skref í þá átt að jafna rétt foreldra til fæðingarorlofs. Jafnframt má ætla að þessi ráðstöfun leiði til jafnari stöðu og jafnari möguleika kynjanna á vinnumarkaði. Körlum er gert mögulegt að axla meiri ábyrgð á börnum og heimili. Þá eiga atvinnurekendur síður að geta gengið að því vísu, eins og verið hefur, að konurnar beri jafnan ábyrgð á og annist börnin en karlarnir taki frekar starfið fram yfir fjölskylduábyrgðina.