Verðlagseftirlit ASÍ

Markmið verðlagseftirlitsins er annars vegar að auka upplýsingastreymi til neytenda og efla þannig neytendavitund og hins vegar að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald. Megináhersla í störfum verðlagseftirlitsins hefur verið lögð á að skoða matvörumarkaðinn en einnig hefur sjónum verið beint að ýmsu öðru sem viðkemur pyngju neytenda.

Verklagsreglur fyrir Verðlagseftirlit ASÍ. 


16. júlí 2019

Vörukarfan hækkar milli mælinga

Verð hækkaði í öllum verslunum á milli mælinga verðlagseftirlitsins í maí og júní. Í flestum verslunum hækkaði verð á grænmeti og ávöxtum töluvert milli mælinga.

12. júlí 2019

Dæmi um tvöföldun fasteignagjalda frá 2013

Verðlageftirlitið hefur tekið saman þróun fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði í 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá árunum 2013-2019. Úttektin sýnir að fasteignagjöld hafa í mörgum tilfellum hækkað mikið á síðustu sex árum og í sumum tilfellum ...

07. júní 2019

Rangfærslur í fréttaflutningi af verðkönnun

Það er rangt sem bæði Vísir og Fréttablaðið fullyrða að Krónan sé með lægsta verðið í þessari könnun. Í frétt ASÍ kemur hvergi fram að Krónan sé oftast með lægsta verðið.

05. júní 2019

10-11 lang dýrasta matvöruverslunin

Super 1 skipar sér í hóp lágvöruverðsverslana með verð sem eru í mörgum tilfellum svipuð og í Bónus og Krónunni en hærri í ákveðnum tilvikum.

Fréttasafn