Um ASÍ

Viðburðir

Fræðslufundur um upplýsinga- og kynningarmál innan verkalýðshreyfingarinnar

Dagsetning: 11. maí
Tímasetning: 13:00
Staðsetning: Guðrúnartún 1, 4. hæð

Fræðslufundur um upplýsinga- og kynningarmál innan verkalýðshreyfingarinnar

Ein af óskum miðstjórnar ASÍ eftir þingið okkar 2014 var að boðað yrði til til samráðsfundar allra þeirra aðila innan stéttarfélaganna sem fara með upplýsinga- og kynningarmál (skrifa fréttir á vefinn og samfélagsmiðla sjá um blaðaútgáfu, skrifa fréttabréf, kynna félagið út á við). ASÍ brást strax við þessari ósk og hefur staðið fyrir slíkum fundum árin 2015 og 2016 sem hafa verið mjög vel heppnaðir. Tilgangurinn með þessum fundum er fræðsla, skoðanaskipti og tengslamyndun. Næsti samráðs/fræðslufundur verður í maí.

Dagskráin:

13:05 Setning – Snorri Már Skúlason deildarstjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá ASÍ

13:10 Hvernig getum við best nýtt Facebook? Getur Facebook hjálpað okkur að ná til fólks? Farið yfir 5 atriði varðandi samfélagsmiðla sem eru heit 2017 – Sigurður Svansson sérfræðingur í samfélagsmiðlum og eigandi Sahara

14:00 Umræður og spurningar út frá erindi Sigurðar

14:20 Kaffihlé

14:40 Tækifæri og ógnanir í fréttamennsku framtíðarinnar – Bogi Ágústsson fyrrverandi fréttastjóri RÚV

15:30 Umræður og spurningar út frá erindi Boga

16:00 Fundarlok