Viðburðir

30. þing LÍV

Dagsetning: 13. október
Tímasetning: 09:00
Staðsetning: Hof á Akureyri

30. þing LÍV haldið í Hofi á Akureyri

Þing Landssambands ísl. verzlunarmanna eru haldin á 2ja ára fresti og næsta þing sambandsins verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 13. - 14. október 2017. 
LÍV var stofnað 2. júní 1957 og mun því fagna 60 ára afmæli á 30. þingi sambandsins.

Til þingsins eru boðaðir 84 þingfulltrúar frá 11 aðildarfélögum og deildum innan sambandsins. Þema þingsins eru kjara- og húsnæðismál en dagskrá þess má sjá hér fyrir neðan. Á laugardaga fer m.a. fram formannskjör og stjórnarkjör.

Föstudagur 13. október
kl. 09:00 Þingsetning - Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV

Ávörp
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Bjørn Mietinen, varaformaður HK í Noregi

Álit kjörbréfanefndar
Kosning 2ja þingforseta og 2ja ritara
Skýrslur starfsmenntasjóða 2015 - 2017
Ársreikningar starfsmenntasjóða 2015 og 2016 - Teitur Lárusson, formaður Starfsmenntasjóðs SVS
og Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR
Bjarg íbúðafélag – öruggt húsnæði til lífstíðar - Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags
Horfur í efnahags- og kjaramálum - Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ
Nefndastörf:
Húsnæðismál
Kjara- og efnahagsmál

kl. 12:00 Hádegisverður á Hótel KEA
kl. 12:45 Menningarferð til Siglufjarðar

kl. 19:30 Móttaka á vegum bæjarstjórnar Akureyrar
kl. 20:00 Kvöldverður á Hótel KEA í boði LÍV


Laugardagur 14. október
kl. 10:00 Nefndastörf
kl. 11:00 Skýrsla stjórnar LÍV 2015 - 2017
Ársreikningar LÍV 2015 og 2016
Fjárhagsáætlun LÍV
Ákvörðun um skatt til LÍV - Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV og Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR
Álit nefnda

kl. 12:30 Hádegisverður í Hofi

kl. 13:30 Kosningar til 2ja ára
Formaður LÍV
Aðal- og varamenn í stjórn LÍV
Kjörnefnd LÍV
Álit nefnda frh. - umræður og afgreiðsla
Önnur mál
kl. 15:30 Þingslit