September 2015

Forsetabréf – Samningalíkan og samfélagsgerð
Undanfarin ár hafa forystumenn heildarsamtaka launafólks og atvinnurekenda á Íslandi setið á rökstólum um mótun nýs samningalíkans við gerð kjarasamninga. Í þessu sambandi hefur m.a. verið leitað hófanna hjá kollegum okkar á Norðurlöndunum og þeirra aðferðafræði við gerð kjarasamninga skoðuð.

Lesa meira


Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan – 12. nóvember takið daginn frá!
Í ár fagna íslenskar konur því að hundrað ár eru síðan þær fengu kosningarrétt og á næsta ári fagnar Alþýðusamband Íslands 100 ára afmæli sínu. Þess ber einnig að geta að í ár eru liðin 60 ár frá því að fyrsta jafnlaunaráðstefnan var haldin á vegum sambandsins og af því tilefni stendur jafnréttis- og fjölskyldunefnd ASÍ fyrir ráðstefnu þar sem fjalla á um stöðu kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði.

Lesa meira


Afnám tolla á fatnaði og skóm um áramótin  
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði nú í sumar afnám allra tolla, nema á matvöru, á næstu tveimur árum. Um næstu áramót eða þann 1.janúar 2016 tekur í gildi afnám tolla á fatnaði og skóm. Á 324 tollskránúmerum lækkar tollurinn í 0%. 

Lesa meira


Fræðsla á vegum ASÍ

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks. Félagsmálaskólinn skipuleggur námskeið og fræðslu út frá þörfum og aðstæðum aðildarfélaga fyrrgreindra sambanda.

Lesa meira