Október 2017

Lestu fréttabréf ASÍ

Nýkjörins þings bíða brýn verkefni

Nú þegar stjórnarmyndunarviðræður eru að hefjast er rétt að árétta að verkalýðshreyfingin hefur deilt við fráfarandi stjórnvöld um raunverulegt inntak hugtaksins ,,stöðugleiki‘‘. Alþýðusambandið hefur gert kröfu um að jafnvægi verði á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika.
Lesa meira.
Stöðva verður brotastarfsemi á vinnumarkaði
Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum mánuðum og misserum orðið áskynja um vaxandi brotastarfsemi sem beinist gegn erlendu launafólki. Birtingarmyndirnar eru marga og í verstu tilfellum verður ekki annað séð en að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Lesa meira.
Hugleiðingar um hag heimila og jöfnuð
Fækkað hefur í hópi þeirra sem njóta vaxta- og barnabóta. Miðað við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í fjármálaáætlun 2018–2022 stendur til að þrengja þann hóp enn frekar og auka þar með enn á skattbyrðina.
Lesa meira.
Menntun og færni á vinnumarkaði
ASÍ,Vinnumálastofnun, Hagstofa Íslands og SA standa fyrir ráðstefnu um menntun og færni á vinnumarkaði 9. nóvember næstkomandi. Erlendir sérfræðingar í fremstu röð í færnispám fara yfir þær aðferðir sem beitt er í heimalöndum þeirra og annarsstaðar í Evrópu.
Lesa meira.
Alþýðusamband Íslands,  Guðrúnartúni 1
5355600|asi@asi.isasi.is
Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista