Október 2015

Forsetabréf - Betri vinnubrögð – aukinn ávinningur
Hækkun atvinnutekna á Íslandi hefur að jafnaði verið tvöfalt meiri en á hinum Norðurlöndunum síðustu 15 árin. Þrátt fyrir það hefur kaupmáttur atvinnutekna aukist helmingi minna hér en þar á þessum 15 árum, eða 0,8% á ári í stað 1,7% á hinum Norðurlöndunum. Þó þessi munur virki ekki mikill við fyrstu sýn, munar þetta uppsafnað ríflega 14% í hreinum kaupmætti á tímabilinu.

Lesa meira


Gefa þinglýstir leigusamningar rétta mynd af stöðu leigumarkaðarins?
Samanburður á þinglýstum húsaleigusamningum og því sem stendur leigjendum til boða samkvæmt leiguauglýsingum sýnir fram á töluverðan verðmun. Í september var meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu 94.931 kr. fyrir stúdíó-íbúð samkvæmt þinglýstum leigusamningum, 127.576 kr. fyrir tveggja herbergja íbúð, 159.183 kr. fyrir þriggja herbergja íbúð og 188.119 kr. fyrir 4-5 herbergja íbúð samkvæmt gögnum frá Þjóðskrá.

Lesa meira


Klukk – tímaskráningarapp
Klukk er nýtt frítt tímaskráningar app fyrir launafólk sem væntanlegt er á „markað“ í nóvember. Hugmyndin er að notandi skrái vinnutíma sína með appinu og hafi þannig yfirsýn yfir unna tíma. Hugmyndin varð til eftir ábendingar frá stéttarfélögunum þar sem ítrekað koma inn á borð deilur um unnar vinnustundir auk þess sem nemendur hafa rætt þetta sama vandamál þegar fulltrúar ASÍ hafa farið í fræðslu heimsóknir í framhaldsskólana.

Lesa meira


Eðvarð aðhaldsmaður
Eðvarð var illa fyrirkallaður þennan morguninn, Morgunblaðið var veðurteppt fyrir sunnan og pokarnir í Senseo vélina hans voru búnir. Sumarvertíðin á litla hótelinu hans var að hefjast og hann hafði eytt gærkvöldinu við handsmíðaða hnotuskrifborðið og reiknað út hver launakostnaðurinn yrði þetta sumarið.

Lesa meira