Október 2012

Við verðum að ná verðbólgu og vöxtum niður

Rétt er að nýta reynsluna frá 1990 þegar breið samstaða náðist um það átak að kveða verðbólguna niður með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins, stjórnvalda og Seðlabanka. Þá var gengi krónunnar stillt af miðað við eðlilega afkomu, sjálfbærni og samkeppnisstöðu útflutnings- og samkeppnisgreinanna.

Lesa meira


Niðurstaða 40. þings ASÍ

Dagana 17.-19. október var 40. þing Alþýðusambands Íslands haldið í Reykjavík. Rúmlega 300 þingfulltrúar frá þeim ríflega 50 stéttarfélögum sem mynda ASÍ mættu á þingið. Drjúgur hluti þingstarfa fór í málefnavinnu þar sem notast var við svokallað  þjóðfundarfyrirkomulag en kjarninn úr þeirri vinnu varð grundvöllur að þeim ályktunum sem samþykktar voru á þinginu. 

Lesa meira


Forystufræðsla

Þjónusta stéttarfélaganna er í örri þróun og brýnt að koma til móts við auknar kröfur og flóknari verkefni.  Til að mæta þessum auknu kröfum hefur verið búin til námsleiðin Forystufræðsla fyrir stjórnir og starfsfólk stéttarfélaga.

Lesa meira


Fylgstu með ASÍ á Facebook

Um miðjan október opnaði Alþýðusamband Íslands síðu á Facebook. Það sem réði mestu þar um er að 71% þjóðarinnar er á þessari vinsælustu samskiptasíðu heims eða um 220 þúsund Íslendingar.

Lesa meira