Október 2011

Forsetabréf - Upp úr hjólförunum

Til að komast upp úr hjólförunum þurfum við hugrekki og breyttar forsendur til að lenda ekki í sömu pyttum og við erum að glíma við. Við þurfum skýra framtíðarsýn um hvert við viljum fara og stefnufestu til þess að hrekjast ekki af leið. Við þurfum að setja þarfir fólks og fyrirtækja í öndvegi, ekki pólitískar kreddur.

Lesa meira


Auknar fjárfestingar eru lykillinn að bættum lífskjörum

Eina leiðin fyrir okkur til að bæta lífskjör og draga úr atvinnuleysi er að auka verðmætasköpun þjóðarbúsins. Aðgerðir til að örva hagvöxt og skapa störf verða því að beinast að því að auka arðbæra fjárfestingu. Hagdeild ASÍ skoðaði hvaða áhrif það hefði ef okkur tækist að auka fjárfestingar.

Lesa meira


Bætt réttarstaða launafólks við aðilaskipti 

Til þess að liðka fyrir gerð kjarasamninga í maí 2011 og að kröfu ASÍ lofuðu stjórnvöld í yfirlýsingu sinni þann 5. maí að „…beita sér fyrir lagabreytingum á yfirstandandi þingi til að bæta réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti ..." Þetta loforð hefur nú verið efnt með lagasetningu.

Lesa meira


Tilkynning og skráning atvinnusjúkdóma

Að mati ASÍ hefur mikilvægum áfanga verið náð með útgáfu reglugerðar um tilkynningu og skráningu atvinnusjúkdóma. Henni þarf að fylgja eftir í framkvæmd til að tryggja að upplýsingum sé safnað um atvinnusjúkdóma og atvinnutengda sjúkdóma og úr þeim unnið í forvarnarskyni. Þá þarf að fylgja reglugerðinni eftir með því að bótaréttur vegna atvinnusjúkdóma verði treystur.

Lesa meira