Nóvember 2015

Forsetabréf - Að deila byrðum af sanngirni
Með úrskurði Gerðardóms vegna háskólamanna og hjúkrunarfræðinga og í kjölfar þess ákvörðun Kjararáðs vegna þingmanna og æðstu embættismanna liggur kjarastefna stjórnvalda endanlega fyrir. Ég skora því á Alþingi að leiðrétta kjör aldraðra, öryrkja og atvinnulausra bæði á þessu ári og því næsta með sambærilegum hætti.

Lesa meira


Færri feður taka fæðingarorlof
Allt fram til ársins 2008 var ánægjuleg þróun í þá átt að fleiri feður nýttu sér allan rétt sinn og margir tóku einnig hluta af sameiginlegum rétti. Þessi þróun varð til þess að efla jafnrétti á vinnumarkaði þar sem atvinnurekendur gátu ekki gert ráð fyrir því að aðeins móðirin væri frá vinnu vegna fæðingar barns, heldur var faðirinn það einnig.

Lesa meira


Ofbeldi er ekki einkamál! Ofbeldi er vinnuverndarmál
Ofbeldi í nánum samböndum og á vinnustöðum er vandamál sem hefur of lengi hefur verið við lýði og sannarlega tímabært að alþjóðleg samtök eins og Alþjóðlega vinnumálastofnunin sjái til þess að alþjóðlegar reglur verði settar sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld geti beitt í baráttunni við að útrýma kynbundnu ofbeldi.

Lesa meira


Eðvarð afturhaldsmaður
Eðvarð vaknaði upp með andfælum þriðju nóttina í röð frá því hann kom aftur frá árlegri ferð sinni til suð-austur Spánar. Hann hafði nefnilega horfst í augu við dauðann í ferðinni. Ótrúlegt en satt þá var það ekki kólesterólið eða blóðþrýstingurinn í þetta sinn heldur spænska strandgæslan. Eðvarð hafði nefnilega lent í skipsskaða.

Lesa meira