Nóvember 2014

Forsetabréf - af vettvangi kjaramála

Hagstofa Íslands birti nýverið nýjustu mælingar sínar um hækkun verðlags og reyndist verðbólgan m.v. síðustu 12 mánuði hafa hækkað um 1% og ef horft er framhjá áhrifum húsnæðisverðs hafði almennt verðlag lækkað um 0,3% á sama tíma. Hefur verðbólgan nú samfellt í 10 mánuði verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og er þetta jafnframt lægsta verðbólga sem mælst hefur í 16 ár. Þó vissulega megi rekja þetta lága verðbólgustig til hagstæðra ytri skilyrða – einkum lág verðbólga í samkeppnislöndum og lækkandi olíuverð – er enginn vafi á því að meginástæða þessarar þróunar eru þeir kjarasamningar sem gerðir voru á vetrarsólstöðum á síðasta ári.

Lesa meira


Skylduaðild að ákveðnum lífeyrissjóðum

Í nóvemberhefti Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er að finna grein eftir Gunnar Þór Ásgeirsson, lögfræðing á eftirlitssviði FME. Þar veltir hann upp þeirri spurningu hvort skylduaðild að ákveðnum lífeyrissjóði eigi rétt á sér í ljósi réttarþróunar sem lesa megi úr úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE).

Lesa meira


Sigurganga norrænu velferðarsamfélaganna

NordMod2030 er verkefni sem Alþýðusamband Íslands á aðild að og unnin er af hópi fræðimanna frá öllum Norðurlöndunum fimm og stjórnað af norskri rannsóknarstofnun á svið samfélagsmála, Fafo. Um er að ræða rannsókn sem mikill fjöldi fræðimanna tekur þátt í og hefur að markmiði að greina helstu eiginleika Norræna samfélagsmódelsins.

Lesa meira


Hvítbók um umbætur í menntun – áherslur ASÍ

Undanfarið hefur staðið yfir vinna, af hálfu mennta og menningarmálaráðuneytisins við að móta aðgerðaráætlun vegna nýútkominnar Hvítbókar (skýrsla um umbætur í menntamálum). Markmiðið er að aðgerðaráætlunin verði tilbúin í janúar 2015.

Lesa meira