Nóvember 2013

Verðbólgan og ábyrgð fyrirtækja

Mikið hefur verið fjallað um einkennilega auglýsingaherferð SA að undanförnu þar sem launahækkanir eru sagðar upphaf og endir alls þess sem aflaga hefur farið í íslensku efnahagslífi án þess að nefnd sé til sögunnar afburða slæm og mótsagnakennd hagstjórn og sveiflur í gengi krónunnar. Samtök atvinnulífsins skauta algerlega framhjá þeirri augljósu staðreynd að hér á landi hefur veikur gjaldmiðill verið nýttur til að leiðrétta mistök í hagstjórn með því að láta hann falla reglulega með tilheyrandi tjóni fyrir launafólk í landinu.

Lesa meira


44% lítilla og meðalstórra fyrirtækja ekki með skattaskil í lagi

Sumarið 2013 var í fjórða skiptið efnt til samstarfs Alþýðusambandsins, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra með yfirskriftinni „Leggur þú þitt af mörkum?“. Markmið verkefnisins var sem fyrr að hafa leiðbeinandi eftirlit með skilum á staðgreiðslu, tekjuskráningu, vinnustaðaskírteinum, virðisaukaskattskilum og upplýsa um skyldur smærri og meðalstórra rekstraraðila. 

Lesa meira


Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

Nú þegar hafa hátt í 3 þúsund atvinnuleitenda fullnýtt bótarétt sinn í atvinnuleysistryggingakerfinu en það eru þeir einstaklingar sem hafa verið á atvinnuleysisskrá í þrjú ár eða lengur. Fyrir þá einstaklinga, sem eru án atvinnu og eiga engan eða lítinn rétt til atvinnuleysisbóta, er fjárhagsaðstoð sveitafélaganna sú lágmarksframfærsla sem hinu opinbera ber að tryggja.

Lesa meira


Fríverslun við Kína

Engum dylst að Alþýðulýðveldinu Kína hefur vaxið fiskur um hrygg efnahagslega á undanförnum árum. Þeim vexti hefur fylgt aukin velsæld og tækifæri fyrir kínverska þegna og viðskiptatækifæri fyrir framleiðendur vöru og þjónustu á vesturlöndum. Vesturlönd hafa hins vegar ekki viljað opna markaði sína hindrunarlaust og ekki að ófyrirsynju því þróun lýðræðis, mannréttinda og ekki síst þróun grundvallarmannréttinda launafólks í Kína hefur lítil orðið á síðustu árum.

Lesa meira