Nóvember 2012

Forseti ASÍ á þingi sjómanna

"Það síðasta sem þið hafið mátt þola í þessari deilu útgerðarmanna við ríkisstjórn er hótun um verkbann, þar sem þeir krefjast þess að þið takið að ykkur að greiða fyrir þá þann auðlindaskatt sem þjóðin hefur lengi krafist að greiddur yrði fyrir afnotin af þessari sameiginlegu auðlind okkar. Það er mín skoðun, að ef til slíkra átaka komi sé afar líklegt að þau muni breiðast út og valda miklu alvarlegri deilum og átökum á vinnumarkaði en menn halda.“

Lesa meira


Þrjár stuttar sögur af kaupmætti

Frá því að skrifað var undir kjarasamninga í fyrra hefur kaupmáttur vaxið. Minnstur er kaupmáttaraukinn hjá þeim sem fengið hafa almennar launahækkanir kjarasamninga en mest er aukningin hjá þeim sem bjuggu við lágmarkslaun. 

Lesa meira


Barátta ASÍ gegn kennitöluflakki

Alþýðusamband Íslands hefur á síðustu mánuðum og árum lagt mikla og vaxandi áherslu á baráttuna gegn kennitöluflakki og fyrir bættu siðferði í atvinnulífinu. Að ósk ASÍ var sett inn í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga 5. maí 2011 að ríkisstjórnin muni m.a. beita sér fyrir breytingum á lögum um félög til að koma í veg fyrir starfsemi aðila sem hafa ítrekað rekið félög í þrot.

Lesa meira


Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013

Meginmarkmið þessa verkefnis, sem Alþýðusambandið hefur í samstarfi við fleiri aðila haft forgöngu um, er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni.

Lesa meira