Nóvember 2011

Forsetabréf - Er samhengi á milli atvinnuleysisbóta og viljans til að vinna?

Þegar reynt hefur á þessi mikilvægu réttindi, sem atvinnuleysisbæturnar eru, hefur gjarnan spunnist mikil umræða um meint svik og að þeir sem misst hafa vinnuna hafi einnig misst viljann til þess að stunda launaða vinnu. Því er haldið á lofti að það borgi sig ekki að vinna því bætur séu hærri en laun. Alþýðusambandið hefur ávalt andmælt þessum fullyrðingum.

Lesa meira


Ísland er eftirbátur annarra Evrópulanda í framlögum til virkra vinnumarkaðsaðgerða

Hér á landi voru framlög til virkra vinnumarkaðsaðgerða, og eru þá framlög til starfsendurhæfingar af hálfu Virk og velferðarráðuneytisins meðtalin, um 0,1% af landsframleiðslu. Meðaltalið innan ESB er 0,5%. Með kjarasamningunum í vor tókst aðilum vinnumarkaðarins að hækka hlutfall Íslands í 0,23% af landsframleiðslu en þó erum við ekki hálfdrættingar á við ESB meðaltalið.

Lesa meira


Nýr dómur Hæstaréttar - greitt skal fyrir auknar starfsskyldur

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dómi 3. nóvember sl. að atvinnurekanda, sem hyggst auka við starfsskyldur starfsmanns, beri að gera það með því að eiga frumkvæði að breytingum á ráðningarsamningi eða tilkynna það skriflega eins og kjarasamningar áskilja.

Lesa meira


Langtíma atvinnuleysi ungs fólks er samfélagsleg sóun

Á formannafundi ASÍ í lok október sagði Runólfur Ágústsson stjórnarformaður Atvinnuleysistryggingasjóðs að menntun réði launum og menntun réði möguleikum fólks til vinnu. Því væri mikilvægt að auka möguleika fólks með litla menntun á frekara námi og ekki síður mikilvægt að minnka brottfall úr framhaldsskólum sem er mun meira hér en í öðrum löndum.

Lesa meira