Nóvember 2009

Forsetabréf

Þann 27. október tókst samninganefnd ASÍ að tryggja í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina að ekki kæmi til uppsagnar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þetta var mikilvæg niðurstaða því um er að ræða sérstaka 6.750. kr. hækkun kauptaxta verkafólks og afgreiðslufólks og 8.750.- kr. hækkun hjá iðnaðarmönnum og skrifstofufólki.

Lesa meira

Heiðarleg vinnubrögð eða heilaþvottur?

Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu þann 25. október sl. hefur formaður Framsýnar-stéttarfélags Aðalsteinn Á. Baldursson uppi stór orð um þá umræðu sem farið hefur fram innan Alþýðusambandsins um Evrópumál.

Lesa meira

Nýr tónn í atvinnustefnu ASÍ

Nýr tónn var sleginn í umfjöllun um atvinnumál á ársfundi ASÍ í síðasta mánuði. Hingað til hafa umhverfismál ekki verið mjög sýnileg í stefnu sambandsins. Nú er hins vegar ljóst að sambandið leggur ríka áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda við uppbyggingu öflugs atvinnulífs til framtíðar.

Lesa meira

Þróun kaupmáttar

Seðlabanki Íslands gaf í liðinni viku út nýtt hefti af Peningamálum þar sem m.a. kom fram ný áætlun um þróun kaupmáttar. Samkvæmt henni mun kaupmáttur ráðstöfunartekna þjóðarinnar skerðast um 19% í ár og 16% á því næsta.

Lesa meira


Málefni Fæðingarorlofssjóðs – boðuð skerðing réttinda

Miðstjórn ASÍ hefur fjallað um viðbótarsparnaðarkröfu sem gerð er á Fæðingarorlofssjóð vegna ársins 2010 upp á 1,2 milljarða kr. Það er skoðun miðstjórnar að með þessari sparnaðarkröfu sem kemur til viðbótar því sem áður hefur verið ákveðið sé með alvarlegum hætti vegið að því framsækna fæðingarorlofskerfi sem byggt hefur verið upp hér á landi frá árinu 2000.

Lesa meira

Atvinnuleysistryggingar og virkar vinnumarkaðsaðgerðir - hvað vill ASÍ?

Á ársfundi ASÍ í október kom fram áhersla á að stéttarfélögin og aðilar vinnumarkaðarins kæmu með virkari hætti að málefnum atvinnuleysistryggingasjóðs og virkum vinnumarkaðsaðgerðum og axli jafnframt meir ábyrgð á framkvæmdinni. Í umræðum um þetta mál í fjölmiðlum síðustu vikur hefur gætt nokkurs misskilnings.

Lesa meira