Mars 2016

Forsetabréf - Þörf á brýnum úrræðum í húsnæðismálum
Alþýðusambandið hefur alla tíð barist fyrir úrræðum í húsnæðismálum tekjulágra fjölskyldna og einstaklinga. Verkamannabústaðakerfið var lagt niður í upphafi þessarar aldar og síðan hefur ASÍ því miður talað um þessi mál fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna.

Lesa meira


Leiguhúsnæði álitin skammtímalausn
Sú staða er uppi á húsnæðismarkaði að fá eða engin úrræði eru í boði fyrir tekjulágar fjölskyldur. Stór hluti þessa hóps býr við allt of háan húsnæðiskostnað og viðvarandi óöryggi um stöðu sína á húsnæðismarkaði. Leiguhúsnæði hefur alla jafnan verið álitin skammtímalausn fremur en varanlegt húsnæðisúrræði þar sem séreignastefnan hefur lengsta af verið ríkjandi hér á landi.

Lesa meira


Ofbeldi sprottið úr misbeitingu valds
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars var haldinn hádegisverðarfundur á Grand hótel sem bar yfirskriftina „Örugg í vinnunni?“. Þrjú áhugaverð erindi voru haldin. Í einu þeirra var meðal annars fjallað um kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnumarkaði út frá hugmyndum um kynbundið vald þar sem ofbeldi hvers konar sé sprottið úr misbeitingu valds.

Lesa meira


Eðvarð afturhaldsmaður
Eðvarð var búinn að vera í basli undanfarna daga á flestum vígstöðum. Heima fyrir var hann að klára páskana með tilheyrandi kjöt- og sykurneyslu. Jenever lagerinn hans var tómur en þetta niðurlenska undrameðal var stundum það eina sem hélt honum gangandi. Hvað reksturinn varðar gekk hótelið ekki sem skyldi.

Lesa meira