Mars 2013

Vel heppnaðri fundaferð ASÍ lokið

Þann 26. febrúar hófst fundaferð Alþýðusambands Íslands um landið undir yfirskriftinni Kaupmáttur, atvinna, velferð. Alls voru haldnir 10 opnir fundir með stjórnum og trúnaðarráðum stéttarfélaganna og sóttu nokkur hundruð manns þessa fundi. Eftirfarandi staðir voru heimsóttir: Akureyri, Egilsstaðir, Selfoss, Reykjanesbær, Reykjavík (3), Borgarnes, Ísafjörður og Sauðárkrókur.

Lesa meira


Spá hagdeildar ASÍ um efnahagshorfur 2013-2015

Heldur hefur hægt á efnahagsbatanum og bendir nú flest til þess að hagvöxtur verði rétt undir 2% í ár. Efnahagslífið heldur þó áfram að reisa sig og gangi spá hagdeildar eftir verður hagvöxturinn um 3% árin 2014 og 2015. Búast má við að gengi krónunnar verði áfram veikt en styrkist þó lítillega á spátímanum. Verðbólga verður mikil í ár en minnkar þegar líður á spátímann. 

Lesa meira


Lög um starfsmannaleigur - mikil réttarbót

Ný lög um breytingar á lögum um starfsmannaleigur voru afgreidd frá Alþingi 21. mars en þau fela í sér mikilvæga réttarbót fyrir starfsmenn starfsmannaleiga. Þeim er ætlað að koma í veg fyrir að starfsmenn starfsmannaleiga séu notaðir til félagslegra undirboða á íslenskum vinnumarkaði.

Lesa meira


Ný stefna ASÍ í lífeyrismálum og málefnum lífeyrissjóðanna

Miðstjórn ASÍ samþykkti nýverið nýja stefnu ASÍ í lífeyrismálum og málefnum lífeyrissjóðanna. Heildarendurskoðun á stefnu sambandsins hefur staðið yfir síðan síðan snemma árs 2010 þegar efnt var til víðtækrar umræðu og samráðs meðal aðildarsamtaka sambandsins sem tóku vikan þátt í stefnumótunarvinnunni.

Lesa meira