Mars 2011

Icesave kosningarnar 9. apríl

Icesave-málið er flókið og því mikilvægt að skýra meginatriði þess á einfaldan og hlutlægan hátt. Fréttabréf marsmánaðar er alfarið helgað þessu stóra máli sem þjóðin mun greiða atkvæði um þann 9. apríl.

Lesa meira


Nokkrar lykilspurningar og svör

Þótt Icesave hafi verið fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarin tvö ár og flestir viti hvernig málið er tilkomið er rétt að fara yfir helstu staðreyndir þess og átta sig á hvað synjun eða staðfesting samnings þýðir. Hér er gerð tilraun til að svara nokkrum mikilvægum spurningum á einfaldan og hlutlægan máta.

Lesa meira


Greinagerð hagdeildar ASÍ um Icesave

Nýi Icesave samningurinn gerir ráð fyrir að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta (TIF) endurgreiði breskum og hollenskum stjórnvöldum þær fjárhæðir sem þau hafa lagt út vegna lágmarkstryggingar við innistæðueigendur Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Í staðinn fær Innistæðutryggingasjóðurinn framseldan hluta krafna Breta og Hollendinga í bú Landsbankans.

Lesa meira


Icesave - gott að hafa í huga

Að endingu eru hér nokkrir punktar sem rétt er að hafa í huga varðandi Icesave málið. Alþýðusamband Íslands hvetur launafólk til að láta sig þetta stóra mál varða og mæta á kjörstað laugardaginn 9. apríl.

Lesa meira