Mars 2010

Forsetabréf: Blikur á lofti - samstarf í uppnámi

Ljóst er að skort hefur á samstöðu um framkvæmd stöðugleikasáttmálans þar sem ótrúlegs seinagangs hefur gætt af hálfu stjórnvalda við að koma ákvörðunum í framkvæmd. Ég ætla ekki að rifja upp atburðarásina eða tína til þá einstöku þætti sem ekki hafa verið efndir. Það er hins vegar mín skoðun að meginástæða þessa samstöðuskorts um efndir, sé að við erum við að glíma við djúpstæða pólitíska, hugmyndafræðilega og stjórnskipunarlega kreppu, ofan í gjaldeyris- og fjármálakreppuna.

Lesa meira


Skuldbindingar lífeyrissjóða með ábyrgð ríkis- og sveitarfélaga

Ef 522 miljarða króna halli opinbera lífeyriskerfisins yrði fjármagnaður með útgáfu skuldabréfs og það skuldabréf yrði til 25 ára (áætlaður meðallífslíkur þeirra sjóðfélaga sem greiða í B-deildarsjóðina) yrði árleg greiðslubyrði ríkis og sveitarfélaga af skuldabréfinu um 28 miljarðar króna. Sú greiðslubyrði jafngildir því að lagður væri 4% tekjuskattur á alla landsmenn sem eingöngu færi í að standa undir þessari skuld.

Lesa meira


 

Réttur fólksins – ekki rukkaranna

Í febrúar 2010 ákvað ASÍ að fylgja kröfum sínum eftir með sérstakri auglýsingaherferð í fjölmiðlum undir fyrirsögninni „Réttur fólksins – ekki rukkaranna“. Þetta virtist hrífa og nú hafa litið dagsins ljós tvö lagafrumvörp. Annars vegar bandormur um breytingar á uppboðs-, aðfara- og gjaldþrotalögum og hins vegar nýr lagabálkur um greiðsluaðlögun í samræmi við tillögur ASÍ. Þetta var unnið í samvinnu við sérfræðinga ASÍ sem var loks hleypt að formlegri vinnu að þessum málum innan ráðuneytanna.

Lesa meira


Ný lög um framhaldsfræðslu

Lögunum er ætlað að styrkja formlegan grundvöll framhaldsfræðslu hér á landi og gera hana að fimmtu grunnstoð íslensks menntakerfis. Lögunum er þannig ætlað að stuðla að hærra menntunarstigi þjóðarinnar þar sem einstaklingar með stutta formlega skólagöngu afli sér frekari menntunar.

Lesa meira