Mars 2009

Forsetabréf

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fjallar um Evrópumál og mikilvægi þess að farið verði í aðildarviðræður við ESB sem allra fyrst. Þær eru helsta forsenda þess að við getum aukið hér traust og tiltrú á íslenskt hagkerfi, þannig að viðreisn efnahagslífsins gangi hratt og vel fyrir sig.

Lesa meira


Þarf ísskápur sem kostaði 100.000 í fyrra að kosta 200.000 í dag?

Neytendur hafa ekki farið varhluta af miklum hækkunum á verði innfluttra vara undanfarið. Í umræðunni um hvað séu eðlilegar hækkanir á innfluttum vörum er gjarnan vísað til gengisbreytinga og þær notaðar til þess að réttlæta tilteknar hækkanir á vöruverði. Í þeirri umræðu gleymist hins vegar oft að það er ekki einungis gengisþróun og verðlag erlendis sem hefur áhrif á verðlag innfluttra vara, innlendir kostnaðarþættir sem ekki eru háðir gengissveiflum eru einnig hluti af vöruverðinu.

Lesa meira


Greiðsluaðlögun í bígerð

ASÍ hefur frá því í kreppunni á tíunda áratugnum lagt að stjórnvöldum að semja og samþykkja lög um greiðsluaðlögun en talað fyrir daufum eyrum. Með greiðsluaðlögun er átt við, að skuldugur einstaklingur geti, að nokkrum skilyrðum uppfylltum, átt þess kost að greiðslubyrði skulda verði aðlöguð greiðslugetu með sérstöku úrræði sem kallað er greiðsluaðlögun. Fái hann slíka heimild, getur það þýtt að skuldir verði greiddar með nýjum skilmálum en jafnframt og ekki síður að skuldir umfram greiðslugetu verði þurrkaðar út að loknu tilteknu greiðsluaðlögunartímabili.

Lesa meira


Mikill áhugi á námi Félagsmálaskólans

Það sem af er árinu hafa verið haldin fleiri námskeið en áður á vorönnum Félagsmálaskólans. Stéttarfélög hafa í auknum mæli sóst eftir fræðslu í gegnum skólann og hefur þátttaka verið mjög góð. Alls hafa 26 námskeið verið pöntuð á vorönninni það sem af er ári og er það met.

Lesa meira


Evrópukönnun í tilefni af baráttudegi kvenna 8. mars

Á þingi ETUC, Evrópusamtaka verkalýðsfélaga, sem haldið var í Sevilla í maí 2007 var samþykkt að auka völd og áhrif kvenna innan aðildarsamtakanna. Skoðanakönnun um þátttöku kvenna í starfi aðildarsamtaka ETUC er eitt af þeim verkefnum sem ákveðið var að ráðast í. Könnunin verður gerð í febrúar ár hvert og niðurstöðurnar birtar á baráttudegi kvenna 8. mars.

Lesa meira


 

Atvinnuleysistryggingar - hlutastörf og hlutabætur

Í nóvember á síðasta ári voru samþykktar tímabundnar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar sem fólu í sér rýmkaðar heimildir til að greiða atvinnuleysisbætur á móti skertu starfshlutfalli. Jafnframt fól frumvarpið í sér að réttindi launafólks í Ábyrgðasjóði launa voru færð til samræmis. Breytingarnar voru tímabundnar til 1. maí nk. en nú liggur hins vegar fyrir Alþingi frumvarp sem unnið hefur verið í samráði við aðila vinnumarkaðarins, þar sem framangreint fyrirkomulag er framlengt til næstu áramóta.

Lesa meira