Maí 2011

Helstu atriði nýs kjarasamnings aðildarsamtaka ASÍ og SA

Almennar launahækkanir á næstu þremur árum eru 11,4% en hækkun lágmarkslauna er þó mun meiri eða 23,6%. 50.000 króna eingreiðsla kemur til útborgunar þegar samningarnir hafa verið samþykktir í atkvæðagreiðslu og aðrar 25.000 krónur í tveimur greiðslum síðar á árinu.

Lesa meira


Nýr kjarasamningur aðildarsamtaka ASÍ og SA í heild sinni

Stéttarfélögin hafa lagt mikla áherslu á að tryggja félagsmönnum sínum launahækkanir þessa árs, en fullyrða má að þær kjaraviðræður sem fram hafa farið á undanförnum mánuðum séu þær erfiðustu sem átt hafa sér stað áratuga skeið. Fyrir utan erfitt efnahagslegt árferði var ýmislegt annað sem truflaði. Það hjálpaði samningamönnum okkar að finna þá miklu eindrægni og staðfestu sem ríkti í stéttarfélögunum um þá stefnu sem tekin var í viðræðunum.

Lesa meira


Helstu atriði sem snúa að ASÍ úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar byggir m.a. á áherslum sem Alþýðusamband Íslands hefur lagt fram í samskiptum sínum við stjórnvöld. Áherslur sem lúta að bættum lífskjörum, meiri atvinnu, velferð og menntun.

Lesa meira


Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga í heild sinni

Ríkisstjórnin hefur gefið út sérstaka yfirlýsingu í tengslum við gerð kjarasamninganna 5. maí. Hún er afrakstur samráðs stjórnvalda og aðila á almenna vinnumarkaðinum. Með yfirlýsingunni skuldbinda stjórnvöld sig til að leggja grunn að varanlegum hagvexti og velferð í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Meginatriðið er að örva hagvöxt með arðsömum og sjálfbærum fjárfestingum, án þess að markmiðum um afkomu ríkissjóðs sé ógnað.

Lesa meira


Vinnustaðaskírteini ná til fleiri atvinnugreina og þau stöðluð

Samhliða gerð nýs kjarasamnings á milli aðildarsamtaka ASÍ og Samtaka atvinnulífsins var undirritað viðbótarsamkomulag um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Samkvæmt fyrra samkomulagi sem undirritað var 15. júní 2010 skulu atvinnurekendur og starfsmenn þeirra sem vinna við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, rekstur gististaða eða veitingarekstur bera vinnustaðaskírteini. Með samkomulaginu nú er gildissviðið útvíkkað þannig að skyldan til að bera vinnustaðaskírteini mun í áföngum einnig ná til atvinnurekenda og starfsmanna í söluturnum, húsganga- og innréttingariðnaði, gleriðnaði, kjötiðnaði, bakstri, bílgreinum, rafiðnaði og málm- og véltæknigreinum.

Lesa meira