Janúar 2015

Laun á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin

Mikið hefur verið fjallað að undanförnu um laun á Íslandi í samanburði við kjör launafólks á hinum Norðurlöndunum, en lítið hefur verið um haldbærar upplýsingar um hver þessi munur er. Undanfarin ár hafa hagstofur innan ESB og EES landanna unnið að samræmingu hagskýrslugerðar um laun og tekjur einstakra starfsstétta. Því er orðið mun auðveldara að bera saman laun eftir starfsstéttum en áður var. Í þessari úttekt er litið til reglulegra dagvinnulauna á almennum vinnumarkaði á Norðurlöndunum árið 2013.

Lesa meira


Vaxandi ójöfnuður á vesturlöndum er áhyggjuefni

Á síðustu árum hafa augu fræðasamfélagsins og alþjóðastofnana beinst í auknum mæli að vaxandi ójöfnuði innan þróaðra ríkja. Þessi þróun hefur verið sýnileg beggja vegna Atlantshafsins en alþjóðlega efnahagskreppan varð þó til að hægja á henni tímabundið sem skýrist m.a. af því hversu mikið af auði tapaðist hjá hinum tekjuhæstu við efnahagshrunið. Á Norðurlöndunum, þ.m.t. á Íslandi, mælist ójöfnuður lítill í alþjóðlegu samhengi en á árunum fyrir hrun fór hann engu að síður vaxandi. 

Lesa meira


Bætur sjúkrasjóðs eru tekjur í skilningi fæðingarorlofslaga

Í desember 2014 felldi Úrskurðarnefnd í fæðingar- og foreldraorlofsmálum úr gildi ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs þess efnis að við útreikning greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði skyldi ekki taka tillit til greiðslna til móður úr sjúkrasjóði VR sem hún hafði fengið vegna veikinda barns.

Lesa meira


Rannsókn um færniþörf á vinnumarkaði

Skýrslan "Færniþörf á vinnumarkaði - horfur til næstu 10 ára" er komin út. Skýrslan er unnin af Karli Sigurðssyni fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem hluti af IPA verkefninu "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun".

Lesa meira