Janúar 2013

Verðbólgan er okkar versti óvinur

Nú hefur vinnumarkaðurinn enn og aftur sýnt ábyrgð í orðum sínum og athöfnum. Nánast öll aðildarfélög ASÍ komust að þeirri yfirveguðu niðurstöðu að skynsamlegast væri að tryggja framgöngu þessara kjarasamninga, að taxtar hækki um 11.000 kr. eða 3,25% þann 1. febrúar og jafnframt vinna áfram að endurskoðun á vinnulagi við gerð kjarasamninga að norrænni fyrirmynd.

Lesa meira


ASÍ höfðar mál gegn LÍÚ vegna meintrar pólitískrar vinnustöðvunar

Þann 28. janúar var þingfest í Félagsdómi, mál Alþýðusambands Íslands f.h. allra aðildarfélaga sinna gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Landssambands íslenskra útvegsmanna. 

Lesa meira


Staðall um jafnlaunakerfi

Í desember kom út hjá Staðlaráði Íslands tímamótastaðall - staðall um jafnlaunakerfi. Staðallinn er grundvöllur fyrir vottunarkerfi sem varðar launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Markmið hans er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum.

Lesa meira


Liðsstyrkur fer vel af stað

Verkefninu, sem ber yfirskriftina Liðsstyrkur, var formlega hrundið af stað 15. janúar sl. og gefur reynslan fyrstu vikurnar tilefni til bjartsýni um að árangurinn verði eins og að var stefnt.

Lesa meira