Janúar 2012

Forsetabréf - Endurskoðun kjarasamninga og aukin þjónusta við atvinnuleitendur

Aðeins þrjú þeirra rúmlega 50 félaga sem eru innan ASÍ vildu segja upp samningum. Þær forsendur sem snéru að atvinnurekendum stóðust í meginatriðum en það sama verður ekki sagt um loforð ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira


Öflugri vinnumiðlun, vinnumarkaðsaðgerðir og ráðgjöf til atvinnuleitenda

Samþykkt hefur verið að setja í gang tilraunaverkefni sem hefur að markmiði að auka og efla vinnumiðlun, ráðgjöf og þjónustu við atvinnuleitendur. Atvinnuleitendur sem eru félagsmenn þeirra stéttarfélaga sem verkefnið nær til munu eiga rétt á að sækja alla þjónustu til síns félags. Það mun ná til um 25% atvinnuleitenda á landinu.

Lesa meira


Er ekki rétt að banna verðtrygginguna?

ASÍ hefur að undanförnu skoðað vaxtakostnað heimilanna. Niðurstöðurnar eru sláandi; íslensk heimili borga miklu hærri vexti en bjóðast í nágrannalöndunum.

Lesa meira


Fræðslumál

Nú hefur verið hönnuð heildstæð námslína fyrir stjórnir og starfsmenn aðildarfélaga ASÍ og BSRB af Fræðslusetrinu Starfsmennt. Námslínan kallast Forystufræðsla fyrir stjórnir og starfsmenn stéttarfélaga. Í þessum pistli er einnig fjallað um trúnaðarmannafræðslu en námskeið eru að fara í gang vítt og breitt um landið.

Lesa meira