Janúar 2011

Forsetabréf: SA fast í neti sérhagsmuna

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa sett það sem skilyrði fyrir viðræðum um kaup og kjör launafólks í landinu að ríkisstjórnin tryggi ekki einungis aðkomu útgerðarmanna að mótun fiskveiðistjórnunarkerfisins, heldur að hún komist að tiltekinni niðurstöðu um kerfið sem er LÍÚ þóknanleg.

Lesa meira


ASÍ krefst jafnra lífeyrisréttinda fyrir allt launafólk

Jöfnun lífeyrisréttinda allra landsmanna er ein þeirra meginkrafna sem samninganefnd Alþýðusambandsins hefur sett fram í yfirstandandi kjaraviðræðum. Krafan um að lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði verði jöfnuð á við lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna er langt frá því að vera ný og hefur raunar verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í áratugi.

Lesa meira


Þróun á vinnumarkaði síðastliðið ár

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er ástandið á vinnumarkaðnum enn mjög erfitt. Þannig fjölgaði atvinnulausum um 1.200 manns á 4. ársfjórðungi 2010 frá því á sama tíma árið áður. Það sem er jafnvel enn alvarlegra er mikil fjölgun í hópi langtímaatvinnulausra, en um 3.200 manns hafa nú verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur, eða 24,2% allra atvinnulausra.

Lesa meira


Breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar

18. desember sl. afgreiddi Alþingi breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar. Í þeim felast nokkrar réttarbætur, en einnig þrengingar á réttindum atvinnuleitenda til atvinnuleysisbóta. Þessar breytingar eru aðeins að nokkru leyti í samræmi við samkomulag sem áður hafði náðst í málinu og Alþýðusambandið studdi.

Lesa meira


Félagsleg fræðsla

Allan ársins hring eru námskeið í boði fyrir alla talsmenn stéttarfélaga á vegum Fræðsludeildar ASÍ og Félagsmálaskóla alþýðu. Á þeim er lögð áhersla á hefðbundna félagslega fræðslu. Jafnframt er boðið upp á námskeið sem taka á málefnum sem eru í brennidepli hverju sinni. Stéttarfélög geta pantað námskeið til að móta starf og stefnu og styrkja talsmenn sína.

Lesa meira