Janúar 2010

Forsetabréf - Óviðunandi staða, aðgerðir strax

Það eru mikil vonbrigði og í raun grafalvarlegt hvað ríkisstjórnin hefur sýnt lítinn áhuga á að nýta vilja aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðanna til samstarfs um að ýta verklegum framkvæmdum úr vör eins og rætt var um strax sl. sumar. Aldrei hefur verið mikilvægara fyrir landsmenn að sporna gegn auknu atvinnuleysi með sókndjarfri áætlun um verklegar framkvæmdir og almenna endurreisn atvinnulífsins.

Lesa meira


Skjaldborgin sem aldrei reis – sérstök úrræði fyrir skuldsett heimili hjálpa fáum

Í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ í desember síðastliðnum kemur fram að 16,7% þjóðarinnar telur sig þurfa á sérstökum úrræðum að halda til að geta staðið í skilum á greiðslum vegna lána. Af þeim fjölda sem hefur leitað sér aðstoðar hafa 83% ekki fengið fullnægjandi úrlausn mála að eigin mati. Með öðrum orðum þá fá stjórnvöld og bankastofnanir falleinkunn þegar kemur að aðstoð við skuldsett heimili í landinu.

Lesa meiraRóttækar tillögur ASÍ í þágu skuldara

ASÍ hefur á annan áratug barist fyrir því að hér á landi verði sett löggjöf um greiðsluaðlögun skulda þar sem áherslan verði á skuldarann og fjölskyldu hans en ekki kröfuhafana eins löggjöfin er nú. Haustið 2008 setti ASÍ fram tillögur um enn róttækari greiðsluaðlögun og í ársbyrjun 2009 róttækar tillögur um hvernig bæta megi réttarstöðu skuldara sem standa nánast réttlausir gagnvart kröfuhöfum sem óska fullnustu í eigum þeirra. Í þessu efni hefur lítið sem ekkert gerst.

Lesa meira


Aðildarviðræður að Evrópusambandinu undirbúnar

Undirbúningur af hálfu Íslands vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið er nú kominn á nokkuð skrið en reiknað er með að viðræðurnar sjálfar hefjist í apríl. Verkefnið til að byrja með er að bera saman íslenska löggjöf og regluverk ESB og greina hvar reglurnar fara saman og hvar skilur á milli, annað hvort vegna þess að sambærilegar reglur skortir hér á landi eða að þær eru ólíkar. Á grundvelli þessarar vinnu munu áherslur og samningsmarkmið Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið mótast enn frekar og þróast.

Lesa meira


Þróun á vöruverði 2008-2010

Undanfarin tvö ár hafa einkennst af mikilli verðbólgu sem einkum má rekja til gengisfalls krónunnar og aukinna opinberra álagna á neysluvörur. Þær breytingar hafa hins vegar skilað sér með mjög misjöfnum hætti út í verðlag og því er fróðlegt að horfa til baka og rýna nánar í tölur sem gefa upplýsingar um þróun einstaka undirliða í vísitölu neysluverðs.

Lesa meira