Fæðingartíðni aldrei verið lægri en árið 2015
Hagstofan birti tölur um fæðingar og frjósemi í síðasta mánuði. Samanborið við nágrannalönd okkar hefur frjósemi löngum verið há á Íslandi en alls fæddust 4.129 börn á Íslandi á síðasta ári, þar af 2.119 drengir og 2.010 stúlkur. Meðalaldur kvenna við fyrstu barneign hefur hækkað úr 22 árum um miðjan níunda áratuginn í 27,4 ár í fyrra.

Lesa meira


Ný könnun um viðhorf leigjenda til húsnæðismarkaðarins
Félags- og húsnæðismálaráðherra lét Gallup framkvæma könnun síðla árs 2015 þar sem gert var grein fyrir viðhorfi fólks til stöðu sinna á húsnæðismarkaði. Þar kom í ljós að hagur leigjenda hefur farið mjög versnandi undanfarin ár.

Lesa meira


Ekkert lát á hækkun húsnæðisverðs
Vísitala íbúðaverðs nam 459,8 stigum í apríl mánuði og hækkaði um 0,7% milli mánaða. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka í takt við þróun undanfarinna ára og hækkaði um 8,5% milli ára og hefur hækkað um meira en helming frá árinu 2010.

Lesa meira


Umsvif á fyrsta ársfjórðungi gefa til kynna kröftugan hagvöxt
Nýlegar tölur Hagstofunnar um landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi eru í takt við væntingar greiningaraðila sem flestir hafa birt spár sínar um þróun efnahagsmála á síðustu vikum. Töluverður samhljóður er á meðal þeirra og ljóst að væntingar eru um kraftmikinn hagvöxt byggðan á aukinni innlendri eftirspurn ásamt áframhaldandi fjölgun ferðamanna.

Lesa meira


Langvarandi fjársvelti heilbrigðiskerfisins - Ný skýrsla hagdeildar
Í nýrri skýrslu sem hagdeild ASÍ hefur sent frá sér kemur fram að útgjöld til heilbrigðismála hér á landi hafa aukist mun hægar en í nágrannalöndum og litlu fé er varið til uppbyggingar í innviðum kerfisins. Heilbrigðisútgjöld uxu hlutfallslega lítið á uppsveiflu árunum 2005-2009, mun minna en í nágrannalöndum og drógust svo hlutfallslega mikið saman á árunum eftir hrun.

Lesa meira