Febrúar 2016

Forsetabréf - Öldrunarþjónusta í skötulíki - smánarblettur á íslensku samfélagi 
Mikil og vaxandi umræða hefur verið innan Alþýðusambandsins undanfarið um stöðu öldrunarþjónustunnar í landinu. Stöðugt berast fréttir af löngum biðlistum, skerðingu á þjónustu, miklum fjárhagsvanda hjúkrunar- og dvalarheimila og vaxandi álagi á starfsmenn þessara stofnana vegna undirmönnunar og niðurskurðar.

Lesa meira


Hvert stefnir í málefnum aldraðra?
Hjúkrunarheimilin hafa lengi búið við rekstrarvanda. Verði ekki gripið til róttækra aðgerða mun ástandið versna til muna því samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands (miðspá) fyrir árin 2016 - 2066 fjölgar mikið í hópi aldraðra (67 ára og eldri).

Lesa meira


ASÍ 100 ára og þér er boðið í tónlistarveislu
Alþýðusamband Íslands verður 100 ára þann 12. mars nk. og býður af því tilefni til sannkallaðra stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu auk tónleika á Akureyri, Ísafirði og Neskaupstað.

Lesa meira


Eðvarð afturhaldsmaður
„Þetta er árás á mig og mína fjölskyldu!“ hugsaði Eðvarð er hann kveikti á kvöldfréttunum og sá fréttina um endurskoðun kjarasamnings á grundvelli svokallaðs „SALEM samkomulags“ enda grunaði hann að þetta myndi eyðileggja enn eina Flórída ferðina.

Lesa meira