Febrúar 2013

Hvað gengur Sjálfstæðisflokknum til?

Það er athyglisvert að skoða hvaða tillögur lágu fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lífeyrismálunum, sérstaklega lífeyrissjóði launafólks á almennum markaði. Í sjálfu sér var ályktun fundarins varðandi tekjutengingar milli almannatrygginga og lífeyrissjóða ágæt. Ég hef hins vegar meiri áhyggjur af þeirri sýn sem landsfundurinn hefur á innviði lífeyrissjóðanna og framtíð kerfisins, skrifar forseti ASÍ.

Lesa meira


Nýtt húsnæðislánakerfi á Íslandi - danska leiðin

Danska húsnæðiskerfið er hannað út frá þeirri forsendu að heimilin þurfi að búa við öryggi og stöðugleika í fjármögnun íbúðarhúsnæðis – með tilliti til vaxta, lánstíma og afborgunarskilmála. Ákvörðun nafnvaxta verður á skuldabréfamarkaði og gegnsærri en nú er. Sjálfvirk áhrif verðbólgu á höfuðstól eftirstöðva lánsins verða afnumin. Áhættunni af lántökunni er með þessum hætti deilt milli fjármagnseigenda og lántaka með sanngjarnari hætti en nú er. 

Lesa meira


Ný félagsleg húsnæðisstefna – danska leiðin

Í flestum ríkjum Evrópu, er það hlutverk ríkis og sveitarfélaga að tryggja  félagslegt íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði fyrir tekjulægstu íbúana. Umfang, eðli og form þessarar aðstoðar er margbreytilegt, en algengast er að því sé sinnt með framboði af leiguhúsnæði.

Lesa meira


Vertu á verði! – stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar

Aðildarfélög ASÍ hófu á þriðjudag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar um verðlagsmál.

Lesa meira