Febrúar 2012

Gengi, laun og framlegð í sjávarútvegi

Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um auðlindaskatt og framlegð í sjávarútvegi. Í þeirri umræðu hafa menn dregið ansi víðtækar ályktanir út frá afkomu sjávarútvegs frá hruni, afkoma sem fyrst og fremst á sér skýringar í falli krónunnar fremur en framleiðni eða raunverulegrar verðmætasköpunar.

Lesa meira


Afhverju fáum við ekki að njóta lægri vaxta?

Nýlega felldi Hæstiréttur enn einn dóminn um réttarstöðu skuldara og lánardrottins og kemst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að dómurinn hafi áður talið að gengistrygging höfuðstóls lána í íslenskum krónum væri ólögmæt gefi það hvorki Alþingi né öðrum heimild til þess að breyta öðrum ákvæðum viðkomandi lánasamninga með afturvirkum hætti. 

Lesa meira


Furðuleg og óvægin umræða

Í kjölfar útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna varð mikil umræða um stöðu lífeyrissjóðanna sem eðlilegt er. Skýrslan er vönduð og margar ábendingar og tillögur að því sem betur má fara í starfsemi sjóðanna og þeim kjarasamningi og lögum sem um þá gilda.  Því miður hefur umræðan einkennst af þeirri fjölmiðlun sem hér hefur verið að færast í vöxt á síðustu misserum þar sem lítt er hugað að staðreyndum eða málefnalegri nálgun.

Lesa meira


8. mars verður viðburðarríkur dagur

Í tilefni af 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, stendur ASÍ ásamt öðrum samtökum launafólks fyrir hádegisverðarfundi á Grand hótel. Sama dag fer fram starfakynning fyrir atvinnuleitendur í Laugardalshöll.

Lesa meira