Febrúar 2011

Forsetabréf: Gangur kjaraviðræðna

Þrátt fyrir að forseti Íslands hafi hafnað lögunum um Icesave staðfestingar er enn unnið að því að gera 3ja ára kjarasamning og miðast viðræður m.a. við stjórnvöld við það. Samkvæmt tímaplaninu er miðað við að ljúka þessum viðræðum fyrir miðjan mars en að launabreytingar taki gildi frá 1. mars.

Lesa meira


Lögbundin lágmarkslaun í Evrópu 2011

Hagstofa ESB – Eurostat – hefur um árabil safnað upplýsingum um lægstu laun og meðallaun aðildarríkja ESB ásamt þeim ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB. Nýverið gaf stofnunin út nýjar tölur um stöðu þessara mála eins og hún var í ársbyrjun 2011.

Lesa meira


Fundir norrænu og kínversku verkalýðshreyfingarinnar

Um miðjan febrúar sl. var haldinn í Helsinki sameiginlegur vinnufundur norrænu og kínversku verkalýðshreyfingarinnar. Þetta var þriðji slíki fundurinn sem þessir aðilar hafa haldið á síðustu sex árum. Fulltrúar frá ASÍ og aðildarsamtökum þess tóku þátt í fyrsta fundinum í Peking árið 2006. Þeir tóku ekki þátt í öðrum fundinum sem haldin var árið 2008 en mættu aftur til leiks á fundinum í ár.

Lesa meira


Ný aðalnámskrá framhaldsskóla

Í menntamálaráðuneytinu stendur nú yfir vinna við undirbúning nýrrar aðalnámskrár fyrir framhaldsskóla sem byggist á grundvelli laga frá 2008. Alþýðusambandið hefur fylgst vel með gerð námsskrárinnar og í framhaldi af því sent inn umsögn um drögin.

Lesa meira