Febrúar 2009

Forsetabréf

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fjallar um stjórnarskiptin, Evrópumál, endurskoðun kjarasamninga og þá ákvörðun miðstjórnar að boða til auka ársfundar Alþýðusambands Íslands í lok mars.

Lesa meiraKynbundinn launamunur - sláandi munur á landsbyggðinni

Nýverið var kynnt rannsókn um kynbundinn launamun sem náði til alls vinnumarkaðarins. Niðurstöður rannsóknarinnar valda nokkrum áhyggjum. Í ljós kemur að leiðréttur kynbundinn launamunur á Ísland er 19,5%. Það þýðir að karlar eru að jafnaði með 19,5% hærri heildarlaun en konur þegar búið er að taka tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugeira, ábyrgðar í starfi og þess hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launafólk.

Lesa meira


Ungt fólk í miklum greiðsluerfiðleikum

Vandi skuldsettra heimila er mikill um þessar mundir, ekki síst hjá ungu fólki sem á allra síðustu árum festi kaup á sinni fyrstu íbúð. Sá hópur sem er líklegastur til að lenda í þeirri stöðu, að verðgildi fasteignar standi ekki lengur undir fasteignaskuldum, eru þau heimili sem komu inn á húsnæðismarkaðinn í miðri uppsveiflunni þegar fasteignaverð hafði hækkað mikið og tóku lán fyrir öllu eða nánast öllu kaupverði eignarinnar.

Lesa meiraTilskipanir ESB um bann við mismunun verða teknar í gildi hér á landi

Þegar tilskipanir ESB um bann við mismunun nr. 2000/43 um beitingu meginreglunnar um jafna meðferð án tillits til kynþáttar eða þjóðernis og nr. 2000/78 um almennar reglur um jafna meðferð á vinnumarkaði og í atvinnulífi litu dagsins ljós var það mat íslenskra stjórnvalda að þær væru þegar að verulegu leyti í gildi hér á landi.

Lesa meira


Félagsmálaskólinn – brugðist við auknu atvinnuleysi

Á hverri önn er boðið upp á sérhæfð námskeið fyrir alla talsmenn stéttarfélaga og á þeim er lögð áhersla á hefðbundna félagslega fræðslu. Jafnframt er leitast við að bjóða upp á námskeið sem taka á málefnum sem eru í brennidepli hverju sinni. Undanfarna mánuði hefur t.a.m. verið boðið uppá sérstök námskeið til þess að bregðast við erfiðum aðstæðum í efnahagslífinu um þessar mundir.

Lesa meira


 

Fréttir af vettvangi miðstjórnar ASÍ

Allt frá því í byrjun október á síðasta ári hefur helsta viðfangsefni miðstjórnar ASÍ verið umfjöllun um, stefnumótun og aðgerðir er snúa að viðbrögðum við bankahruninu og þeim þrengingum sem fylgdu í kjölfarið fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu.

Lesa meira