Desember 2011

Forsetabréf - Staða mála eftir afgreiðslu fjárlaga

Við afgreiðslu fjárlaga gerði miðstjórn ASÍ alvarlegar athugasemdir við nokkur atriði frumvarpsins og krafðist breytinga á því. Var það ekki að ástæðulausu því þar mátti finna atriði sem gengu þvert á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tenglsum við gerð kjarasamninga 5. maí. Nú þegar tekju- og fjárlagafrumvarp hafa verið afgreidd er rétt að leggja mat á stöðuna.

Lesa meira


Atvinnuleysið hefur í reynd ekki minnkað

Atvinnuleysi jókst hröðum skrefum eftir efnahagshrunið og náði hámarki í upphafi ársins 2009. Það hélst síðan áfram hátt fram yfir áramótin 2010. Frá þeim tíma hefur skráð atvinnuleysi lækkað hægt og bítandi og hafa talsmenn ríkisstjórnarinnar notað það sem dæmi um velgengni þeirrar efnahagsstefnu sem hún fylgir. En er það svo? Hafa orðið þau umskipti að ástæða sé til bjartsýni þegar kemur að atvinnuhorfum?

Lesa meira


Vernd og réttarstaða uppljóstrara

Uppljóstrarar njóta sérstakrar verndar í ráðningarsambandi skv. ákvæðum 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) sem fjallar um verndun tjáningarfrelsis. Það var staðfest með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem fyrirvaralaus uppsögn hjúkrunarfræðings, sem kært hafði hjúkrunarheimili þar sem hún starfaði, var dæmd ólögmæt og skaðabótaskyld.

Lesa meira


Danska húsnæðiskerfið

Ef litið er til annarra landa hafa margir staldrað við danska húsnæðislánakerfið, en það kerfi varð til í lok 18. aldar og hefur af bæði Moody‘s og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið talið það kerfi sem staðið hefur af sér áföll og tryggt hagsmuni bæði fjárfesta og skuldara miðað við ólíkar aðstæður.

Lesa meira