Desember 2009

Forsetabréf

Í tekjulagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem er til umfjöllunar á Alþingi gefur að líta endanlega útfærslu á þeim tillögum sem oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu nýverið á fyrirhuguðum breytingum á tekjuskattskerfinu. Af þessari kynningu bar hæst áform um að taka upp þriggja þrepa tekjuskattskerfi og er það mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera komið stjórnvald sem er umhugað um réttláta tekjuskiptingu. Hitt er alveg með ólíkindum að oddvitar ríkisstjórnarinnar skuli ekki hafa kynnt landsmönnum þau áform sín að afnema þau ákvæði tekjuskattslagana að persónuafsláttur fylgi verðlagi.

Lesa meira


Vinnustaðaskilríki á íslenskum vinnumarkaði

Við gerð kjarasamninganna á almennum vinnumarkaði í febrúar 2008 var gerð sérstök bókun á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um vinnustaðaskírteini. Hugmyndin að baki vinnustaðaskírteina er tvíþætt. Að auðvelda eftirlit með að starfsmenn njóti þeirra kjara og réttinda sem þeim ber og koma í veg fyrir ólöglega starfsemi á íslenskum vinnumarkaði.

Lesa meira


Verðsamanburður á lyfjum illmögulegur fyrir neytendur

Núverandi afsláttakerfi lyfsala á smásölumarkaði er flókið og ógagnsætt og í reynd er ógerningur fyrir neytendur að afla sér upplýsinga um endanlegt söluverð lyfja hjá einstaka söluaðilum nema með miklum tilkostnaði og fyrirhöfn. Það er grundvallar atriði á lyfjamarkaði, eins og öðrum mörkuðum þar sem samkeppni á að ríkja, að neytendur hafi tækifæri til þess að gera verðsamanburð á þeirri vöru sem þeir hyggjast versla.

Lesa meira


Skert starfshlutfall og atvinnuleysisbætur

Í frumvarpi til laga um breytingar á lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar er gert ráð fyrir að bráðabirgðaákvæði um heimild til greiðslu atvinnuleysisbóta á móti skerti starfshlutfalli verði framlengt til 30. júní 2010. Efni núgildandi laga að teknu tilliti til efni frumvarpsins þýðir eftirfarandi:

Lesa meira


Horfur í atvinnumálum

Eftir að atvinnuástandið lagaðist örlítið síðastliðið sumar er það aftur tekið að versna. Hugsanlega er atvinnulífið nú að ganga inn í erfiðasta tímabil kreppunnar. Mikilvægt er að stuðningskerfið við atvinnulausa sé viðbúið að takast á við þennan vanda.

Lesa meira