Apríl 2011

Mælirinn er fullur

Yfirlýsing SA frá því fyrr í dag þess efnis að samtökin vilji gera 3 ára kjarasamning kemur of seint. Það sem var í umræðunni fyrir páska kemur ekki lengur til greina. SA hafnaði þeim 3 ára kjarasamningi sem þá lá á borðinu og gerði síðan kjarasamning nokkrum dögum síðar sem fól í sér mun meiri hækkanir en menn ræddu fyrir páska. Eðlilegt er að aðildarsamtök innan ASÍ vilji sækja þær hækkanir.

Lesa meira


Átak til að auka menntun og efla vinnumarkaðsúrræði

Alþýðusamband Íslands hefur síðustu vikur tekið virkan þátt í að móta metnaðarfulla áætlun um átak á sviði menntunar og vinnumarkaðsúrræða til næstu þriggja ára. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar og stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs 19. apríl sl. liggur fyrir að hægt verði að fara í verkefnið af fullum þunga og er undirbúningur þess þegar kominn á fullt skrið.

Lesa meira


ASÍ-UNG eru ný samtök ungs launafólks innan ASÍ

Á ársfundi ASÍ haustið 2010 var ákveðið að stofna til vettvangs fyrir ungt launafólk á aldrinum 18-35 ára í aðildarfélögum ASÍ. Nú hefur verið boðað til stofnþings þessa vettvangs 27. maí, ASÍ-UNG, en þar munu sitja fulltrúar allra 53 aðildarfélaga Alþýðusambandsins.

Lesa meira


Ný húsnæðisstefna

Meginniðurstöður samráðshópsins eru þær að grundvallarmarkmið húsnæðisstefnunnar skuli vera að tryggja landsmönnum húsnæðisöryggi auk þess sem húsnæðisstefna á að stuðla að félagslegri samheldni og efnahagslegum stöðugleika.

Lesa meira