Apríl 2009

Forsetabréf

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fjallar um mikilvægi trúverðugleika Íslands við endurreisn efnahagslífsins, Evrópumál og alþingiskosningarnar síðar í mánuðinum.

Lesa meira


Hversvegna ESB?

Það er forgangsmál fyrir heimili og fyrirtæki að ná tökum á þróun gengis, vaxta og verðlags og koma á stöðugleika í efnahagslífinu. Alþýðusambandið telur að eina færa leiðin í þeim efnum sé að sækja um aðild að ESB og stefna að upptöku evru í framhaldinu. Með því móti sendum við skýr skilaboð um það hvert við stefnum og að hagstjórn næstu ára muni miða að því að koma hér á stöðugleika.

Lesa meiraGreiðsluvandi heimila og bráðaaðgerðir gegn atvinnuleysi

Á nýafstöðnum aukaársfundi ASÍ var fjallað um greiðsluvanda heimilanna, hvernig verja má störfin og leggja grunn að öflugu atvinnulíf til framtíðar. Sérstök áhersla var lögð á aðgerðir sem koma í veg fyrir að greiðslubyrði húsnæðislána vaxi fólki yfir höfuð. Útgangspunkturinn í slíkum aðgerðum á að vera, að sem flestum heimilum verði gert kleift að standa við skuldbindingar sínar þrátt fyrir tímabundna erfiðleika og að beina aðstoðinni til þeirra sem eru í mestri þörf. ASÍ hefur í samvinnu við stjórnvöld beitt sér fyrir úrræðum s.s. greiðslujöfnun verðtryggðra lána, frestun greiðslna, tímabundna frystingu eða lengingu lána.

Lesa meira

Genfarskólinn - spennandi tækifæri

Genfarskólinn er norrænn lýðháskóli sem haldinn er samhliða Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf og dregur nafn sitt af því. Aðild að Genfarskólanum eiga MFA-samböndin í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Íslandi. Skólinn er ætlaður virkum félagsmönnum í stéttarfélögunum. Gert er ráð fyrir því að umsækjendur hafi áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar. Æskilegt er að þeir hafi sótt fræðslustarf verkalýðshreyfingarinnar og þekki til starfsemi stéttarfélaganna og samtaka þeirra hér á landi.

Lesa meira