Eldri fréttabréf

Febrúar 2009

Forsetabréf

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fjallar um stjórnarskiptin, Evrópumál, endurskoðun kjarasamninga og þá ákvörðun miðstjórnar að boða til auka ársfundar Alþýðusambands Íslands í lok mars.

Lesa meiraKynbundinn launamunur - sláandi munur á landsbyggðinni

Nýverið var kynnt rannsókn um kynbundinn launamun sem náði til alls vinnumarkaðarins. Niðurstöður rannsóknarinnar valda nokkrum áhyggjum. Í ljós kemur að leiðréttur kynbundinn launamunur á Ísland er 19,5%. Það þýðir að karlar eru að jafnaði með 19,5% hærri heildarlaun en konur þegar búið er að taka tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugeira, ábyrgðar í starfi og þess hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launafólk.

Lesa meira


Ungt fólk í miklum greiðsluerfiðleikum

Vandi skuldsettra heimila er mikill um þessar mundir, ekki síst hjá ungu fólki sem á allra síðustu árum festi kaup á sinni fyrstu íbúð. Sá hópur sem er líklegastur til að lenda í þeirri stöðu, að verðgildi fasteignar standi ekki lengur undir fasteignaskuldum, eru þau heimili sem komu inn á húsnæðismarkaðinn í miðri uppsveiflunni þegar fasteignaverð hafði hækkað mikið og tóku lán fyrir öllu eða nánast öllu kaupverði eignarinnar.

Lesa meiraTilskipanir ESB um bann við mismunun verða teknar í gildi hér á landi

Þegar tilskipanir ESB um bann við mismunun nr. 2000/43 um beitingu meginreglunnar um jafna meðferð án tillits til kynþáttar eða þjóðernis og nr. 2000/78 um almennar reglur um jafna meðferð á vinnumarkaði og í atvinnulífi litu dagsins ljós var það mat íslenskra stjórnvalda að þær væru þegar að verulegu leyti í gildi hér á landi.

Lesa meira


Félagsmálaskólinn – brugðist við auknu atvinnuleysi

Á hverri önn er boðið upp á sérhæfð námskeið fyrir alla talsmenn stéttarfélaga og á þeim er lögð áhersla á hefðbundna félagslega fræðslu. Jafnframt er leitast við að bjóða upp á námskeið sem taka á málefnum sem eru í brennidepli hverju sinni. Undanfarna mánuði hefur t.a.m. verið boðið uppá sérstök námskeið til þess að bregðast við erfiðum aðstæðum í efnahagslífinu um þessar mundir.

Lesa meira


 

Fréttir af vettvangi miðstjórnar ASÍ

Allt frá því í byrjun október á síðasta ári hefur helsta viðfangsefni miðstjórnar ASÍ verið umfjöllun um, stefnumótun og aðgerðir er snúa að viðbrögðum við bankahruninu og þeim þrengingum sem fylgdu í kjölfarið fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu.

Lesa meira

 

Mars 2009

Forsetabréf

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fjallar um Evrópumál og mikilvægi þess að farið verði í aðildarviðræður við ESB sem allra fyrst. Þær eru helsta forsenda þess að við getum aukið hér traust og tiltrú á íslenskt hagkerfi, þannig að viðreisn efnahagslífsins gangi hratt og vel fyrir sig.

Lesa meira


Þarf ísskápur sem kostaði 100.000 í fyrra að kosta 200.000 í dag?

Neytendur hafa ekki farið varhluta af miklum hækkunum á verði innfluttra vara undanfarið. Í umræðunni um hvað séu eðlilegar hækkanir á innfluttum vörum er gjarnan vísað til gengisbreytinga og þær notaðar til þess að réttlæta tilteknar hækkanir á vöruverði. Í þeirri umræðu gleymist hins vegar oft að það er ekki einungis gengisþróun og verðlag erlendis sem hefur áhrif á verðlag innfluttra vara, innlendir kostnaðarþættir sem ekki eru háðir gengissveiflum eru einnig hluti af vöruverðinu.

Lesa meira


Greiðsluaðlögun í bígerð

ASÍ hefur frá því í kreppunni á tíunda áratugnum lagt að stjórnvöldum að semja og samþykkja lög um greiðsluaðlögun en talað fyrir daufum eyrum. Með greiðsluaðlögun er átt við, að skuldugur einstaklingur geti, að nokkrum skilyrðum uppfylltum, átt þess kost að greiðslubyrði skulda verði aðlöguð greiðslugetu með sérstöku úrræði sem kallað er greiðsluaðlögun. Fái hann slíka heimild, getur það þýtt að skuldir verði greiddar með nýjum skilmálum en jafnframt og ekki síður að skuldir umfram greiðslugetu verði þurrkaðar út að loknu tilteknu greiðsluaðlögunartímabili.

Lesa meira


Mikill áhugi á námi Félagsmálaskólans

Það sem af er árinu hafa verið haldin fleiri námskeið en áður á vorönnum Félagsmálaskólans. Stéttarfélög hafa í auknum mæli sóst eftir fræðslu í gegnum skólann og hefur þátttaka verið mjög góð. Alls hafa 26 námskeið verið pöntuð á vorönninni það sem af er ári og er það met.

Lesa meira


Evrópukönnun í tilefni af baráttudegi kvenna 8. mars

Á þingi ETUC, Evrópusamtaka verkalýðsfélaga, sem haldið var í Sevilla í maí 2007 var samþykkt að auka völd og áhrif kvenna innan aðildarsamtakanna. Skoðanakönnun um þátttöku kvenna í starfi aðildarsamtaka ETUC er eitt af þeim verkefnum sem ákveðið var að ráðast í. Könnunin verður gerð í febrúar ár hvert og niðurstöðurnar birtar á baráttudegi kvenna 8. mars.

Lesa meira


 

Atvinnuleysistryggingar - hlutastörf og hlutabætur

Í nóvember á síðasta ári voru samþykktar tímabundnar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar sem fólu í sér rýmkaðar heimildir til að greiða atvinnuleysisbætur á móti skertu starfshlutfalli. Jafnframt fól frumvarpið í sér að réttindi launafólks í Ábyrgðasjóði launa voru færð til samræmis. Breytingarnar voru tímabundnar til 1. maí nk. en nú liggur hins vegar fyrir Alþingi frumvarp sem unnið hefur verið í samráði við aðila vinnumarkaðarins, þar sem framangreint fyrirkomulag er framlengt til næstu áramóta.

Lesa meiraApríl 2009

Forsetabréf

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fjallar um mikilvægi trúverðugleika Íslands við endurreisn efnahagslífsins, Evrópumál og alþingiskosningarnar síðar í mánuðinum.

Lesa meira


Hversvegna ESB?

Það er forgangsmál fyrir heimili og fyrirtæki að ná tökum á þróun gengis, vaxta og verðlags og koma á stöðugleika í efnahagslífinu. Alþýðusambandið telur að eina færa leiðin í þeim efnum sé að sækja um aðild að ESB og stefna að upptöku evru í framhaldinu. Með því móti sendum við skýr skilaboð um það hvert við stefnum og að hagstjórn næstu ára muni miða að því að koma hér á stöðugleika.

Lesa meiraGreiðsluvandi heimila og bráðaaðgerðir gegn atvinnuleysi

Á nýafstöðnum aukaársfundi ASÍ var fjallað um greiðsluvanda heimilanna, hvernig verja má störfin og leggja grunn að öflugu atvinnulíf til framtíðar. Sérstök áhersla var lögð á aðgerðir sem koma í veg fyrir að greiðslubyrði húsnæðislána vaxi fólki yfir höfuð. Útgangspunkturinn í slíkum aðgerðum á að vera, að sem flestum heimilum verði gert kleift að standa við skuldbindingar sínar þrátt fyrir tímabundna erfiðleika og að beina aðstoðinni til þeirra sem eru í mestri þörf. ASÍ hefur í samvinnu við stjórnvöld beitt sér fyrir úrræðum s.s. greiðslujöfnun verðtryggðra lána, frestun greiðslna, tímabundna frystingu eða lengingu lána.

Lesa meira

Genfarskólinn - spennandi tækifæri

Genfarskólinn er norrænn lýðháskóli sem haldinn er samhliða Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf og dregur nafn sitt af því. Aðild að Genfarskólanum eiga MFA-samböndin í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Íslandi. Skólinn er ætlaður virkum félagsmönnum í stéttarfélögunum. Gert er ráð fyrir því að umsækjendur hafi áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar. Æskilegt er að þeir hafi sótt fræðslustarf verkalýðshreyfingarinnar og þekki til starfsemi stéttarfélaganna og samtaka þeirra hér á landi.

Lesa meira

Nóvember 2009

Forsetabréf

Þann 27. október tókst samninganefnd ASÍ að tryggja í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina að ekki kæmi til uppsagnar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þetta var mikilvæg niðurstaða því um er að ræða sérstaka 6.750. kr. hækkun kauptaxta verkafólks og afgreiðslufólks og 8.750.- kr. hækkun hjá iðnaðarmönnum og skrifstofufólki.

Lesa meira

Heiðarleg vinnubrögð eða heilaþvottur?

Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu þann 25. október sl. hefur formaður Framsýnar-stéttarfélags Aðalsteinn Á. Baldursson uppi stór orð um þá umræðu sem farið hefur fram innan Alþýðusambandsins um Evrópumál.

Lesa meira

Nýr tónn í atvinnustefnu ASÍ

Nýr tónn var sleginn í umfjöllun um atvinnumál á ársfundi ASÍ í síðasta mánuði. Hingað til hafa umhverfismál ekki verið mjög sýnileg í stefnu sambandsins. Nú er hins vegar ljóst að sambandið leggur ríka áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda við uppbyggingu öflugs atvinnulífs til framtíðar.

Lesa meira

Þróun kaupmáttar

Seðlabanki Íslands gaf í liðinni viku út nýtt hefti af Peningamálum þar sem m.a. kom fram ný áætlun um þróun kaupmáttar. Samkvæmt henni mun kaupmáttur ráðstöfunartekna þjóðarinnar skerðast um 19% í ár og 16% á því næsta.

Lesa meira


Málefni Fæðingarorlofssjóðs – boðuð skerðing réttinda

Miðstjórn ASÍ hefur fjallað um viðbótarsparnaðarkröfu sem gerð er á Fæðingarorlofssjóð vegna ársins 2010 upp á 1,2 milljarða kr. Það er skoðun miðstjórnar að með þessari sparnaðarkröfu sem kemur til viðbótar því sem áður hefur verið ákveðið sé með alvarlegum hætti vegið að því framsækna fæðingarorlofskerfi sem byggt hefur verið upp hér á landi frá árinu 2000.

Lesa meira

Atvinnuleysistryggingar og virkar vinnumarkaðsaðgerðir - hvað vill ASÍ?

Á ársfundi ASÍ í október kom fram áhersla á að stéttarfélögin og aðilar vinnumarkaðarins kæmu með virkari hætti að málefnum atvinnuleysistryggingasjóðs og virkum vinnumarkaðsaðgerðum og axli jafnframt meir ábyrgð á framkvæmdinni. Í umræðum um þetta mál í fjölmiðlum síðustu vikur hefur gætt nokkurs misskilnings.

Lesa meira 

Desember 2009

Forsetabréf

Í tekjulagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem er til umfjöllunar á Alþingi gefur að líta endanlega útfærslu á þeim tillögum sem oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu nýverið á fyrirhuguðum breytingum á tekjuskattskerfinu. Af þessari kynningu bar hæst áform um að taka upp þriggja þrepa tekjuskattskerfi og er það mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera komið stjórnvald sem er umhugað um réttláta tekjuskiptingu. Hitt er alveg með ólíkindum að oddvitar ríkisstjórnarinnar skuli ekki hafa kynnt landsmönnum þau áform sín að afnema þau ákvæði tekjuskattslagana að persónuafsláttur fylgi verðlagi.

Lesa meira


Vinnustaðaskilríki á íslenskum vinnumarkaði

Við gerð kjarasamninganna á almennum vinnumarkaði í febrúar 2008 var gerð sérstök bókun á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um vinnustaðaskírteini. Hugmyndin að baki vinnustaðaskírteina er tvíþætt. Að auðvelda eftirlit með að starfsmenn njóti þeirra kjara og réttinda sem þeim ber og koma í veg fyrir ólöglega starfsemi á íslenskum vinnumarkaði.

Lesa meira


Verðsamanburður á lyfjum illmögulegur fyrir neytendur

Núverandi afsláttakerfi lyfsala á smásölumarkaði er flókið og ógagnsætt og í reynd er ógerningur fyrir neytendur að afla sér upplýsinga um endanlegt söluverð lyfja hjá einstaka söluaðilum nema með miklum tilkostnaði og fyrirhöfn. Það er grundvallar atriði á lyfjamarkaði, eins og öðrum mörkuðum þar sem samkeppni á að ríkja, að neytendur hafi tækifæri til þess að gera verðsamanburð á þeirri vöru sem þeir hyggjast versla.

Lesa meira


Skert starfshlutfall og atvinnuleysisbætur

Í frumvarpi til laga um breytingar á lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar er gert ráð fyrir að bráðabirgðaákvæði um heimild til greiðslu atvinnuleysisbóta á móti skerti starfshlutfalli verði framlengt til 30. júní 2010. Efni núgildandi laga að teknu tilliti til efni frumvarpsins þýðir eftirfarandi:

Lesa meira


Horfur í atvinnumálum

Eftir að atvinnuástandið lagaðist örlítið síðastliðið sumar er það aftur tekið að versna. Hugsanlega er atvinnulífið nú að ganga inn í erfiðasta tímabil kreppunnar. Mikilvægt er að stuðningskerfið við atvinnulausa sé viðbúið að takast á við þennan vanda.

Lesa meira

 

Janúar 2010

Forsetabréf - Óviðunandi staða, aðgerðir strax

Það eru mikil vonbrigði og í raun grafalvarlegt hvað ríkisstjórnin hefur sýnt lítinn áhuga á að nýta vilja aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðanna til samstarfs um að ýta verklegum framkvæmdum úr vör eins og rætt var um strax sl. sumar. Aldrei hefur verið mikilvægara fyrir landsmenn að sporna gegn auknu atvinnuleysi með sókndjarfri áætlun um verklegar framkvæmdir og almenna endurreisn atvinnulífsins.

Lesa meira


Skjaldborgin sem aldrei reis – sérstök úrræði fyrir skuldsett heimili hjálpa fáum

Í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ í desember síðastliðnum kemur fram að 16,7% þjóðarinnar telur sig þurfa á sérstökum úrræðum að halda til að geta staðið í skilum á greiðslum vegna lána. Af þeim fjölda sem hefur leitað sér aðstoðar hafa 83% ekki fengið fullnægjandi úrlausn mála að eigin mati. Með öðrum orðum þá fá stjórnvöld og bankastofnanir falleinkunn þegar kemur að aðstoð við skuldsett heimili í landinu.

Lesa meiraRóttækar tillögur ASÍ í þágu skuldara

ASÍ hefur á annan áratug barist fyrir því að hér á landi verði sett löggjöf um greiðsluaðlögun skulda þar sem áherslan verði á skuldarann og fjölskyldu hans en ekki kröfuhafana eins löggjöfin er nú. Haustið 2008 setti ASÍ fram tillögur um enn róttækari greiðsluaðlögun og í ársbyrjun 2009 róttækar tillögur um hvernig bæta megi réttarstöðu skuldara sem standa nánast réttlausir gagnvart kröfuhöfum sem óska fullnustu í eigum þeirra. Í þessu efni hefur lítið sem ekkert gerst.

Lesa meira


Aðildarviðræður að Evrópusambandinu undirbúnar

Undirbúningur af hálfu Íslands vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið er nú kominn á nokkuð skrið en reiknað er með að viðræðurnar sjálfar hefjist í apríl. Verkefnið til að byrja með er að bera saman íslenska löggjöf og regluverk ESB og greina hvar reglurnar fara saman og hvar skilur á milli, annað hvort vegna þess að sambærilegar reglur skortir hér á landi eða að þær eru ólíkar. Á grundvelli þessarar vinnu munu áherslur og samningsmarkmið Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið mótast enn frekar og þróast.

Lesa meira


Þróun á vöruverði 2008-2010

Undanfarin tvö ár hafa einkennst af mikilli verðbólgu sem einkum má rekja til gengisfalls krónunnar og aukinna opinberra álagna á neysluvörur. Þær breytingar hafa hins vegar skilað sér með mjög misjöfnum hætti út í verðlag og því er fróðlegt að horfa til baka og rýna nánar í tölur sem gefa upplýsingar um þróun einstaka undirliða í vísitölu neysluverðs.

Lesa meira


Mars 2010

Forsetabréf: Blikur á lofti - samstarf í uppnámi

Ljóst er að skort hefur á samstöðu um framkvæmd stöðugleikasáttmálans þar sem ótrúlegs seinagangs hefur gætt af hálfu stjórnvalda við að koma ákvörðunum í framkvæmd. Ég ætla ekki að rifja upp atburðarásina eða tína til þá einstöku þætti sem ekki hafa verið efndir. Það er hins vegar mín skoðun að meginástæða þessa samstöðuskorts um efndir, sé að við erum við að glíma við djúpstæða pólitíska, hugmyndafræðilega og stjórnskipunarlega kreppu, ofan í gjaldeyris- og fjármálakreppuna.

Lesa meira


Skuldbindingar lífeyrissjóða með ábyrgð ríkis- og sveitarfélaga

Ef 522 miljarða króna halli opinbera lífeyriskerfisins yrði fjármagnaður með útgáfu skuldabréfs og það skuldabréf yrði til 25 ára (áætlaður meðallífslíkur þeirra sjóðfélaga sem greiða í B-deildarsjóðina) yrði árleg greiðslubyrði ríkis og sveitarfélaga af skuldabréfinu um 28 miljarðar króna. Sú greiðslubyrði jafngildir því að lagður væri 4% tekjuskattur á alla landsmenn sem eingöngu færi í að standa undir þessari skuld.

Lesa meira


 

Réttur fólksins – ekki rukkaranna

Í febrúar 2010 ákvað ASÍ að fylgja kröfum sínum eftir með sérstakri auglýsingaherferð í fjölmiðlum undir fyrirsögninni „Réttur fólksins – ekki rukkaranna“. Þetta virtist hrífa og nú hafa litið dagsins ljós tvö lagafrumvörp. Annars vegar bandormur um breytingar á uppboðs-, aðfara- og gjaldþrotalögum og hins vegar nýr lagabálkur um greiðsluaðlögun í samræmi við tillögur ASÍ. Þetta var unnið í samvinnu við sérfræðinga ASÍ sem var loks hleypt að formlegri vinnu að þessum málum innan ráðuneytanna.

Lesa meira


Ný lög um framhaldsfræðslu

Lögunum er ætlað að styrkja formlegan grundvöll framhaldsfræðslu hér á landi og gera hana að fimmtu grunnstoð íslensks menntakerfis. Lögunum er þannig ætlað að stuðla að hærra menntunarstigi þjóðarinnar þar sem einstaklingar með stutta formlega skólagöngu afli sér frekari menntunar.

Lesa meira 

Janúar 2011

Forsetabréf: SA fast í neti sérhagsmuna

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa sett það sem skilyrði fyrir viðræðum um kaup og kjör launafólks í landinu að ríkisstjórnin tryggi ekki einungis aðkomu útgerðarmanna að mótun fiskveiðistjórnunarkerfisins, heldur að hún komist að tiltekinni niðurstöðu um kerfið sem er LÍÚ þóknanleg.

Lesa meira


ASÍ krefst jafnra lífeyrisréttinda fyrir allt launafólk

Jöfnun lífeyrisréttinda allra landsmanna er ein þeirra meginkrafna sem samninganefnd Alþýðusambandsins hefur sett fram í yfirstandandi kjaraviðræðum. Krafan um að lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði verði jöfnuð á við lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna er langt frá því að vera ný og hefur raunar verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í áratugi.

Lesa meira


Þróun á vinnumarkaði síðastliðið ár

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er ástandið á vinnumarkaðnum enn mjög erfitt. Þannig fjölgaði atvinnulausum um 1.200 manns á 4. ársfjórðungi 2010 frá því á sama tíma árið áður. Það sem er jafnvel enn alvarlegra er mikil fjölgun í hópi langtímaatvinnulausra, en um 3.200 manns hafa nú verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur, eða 24,2% allra atvinnulausra.

Lesa meira


Breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar

18. desember sl. afgreiddi Alþingi breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar. Í þeim felast nokkrar réttarbætur, en einnig þrengingar á réttindum atvinnuleitenda til atvinnuleysisbóta. Þessar breytingar eru aðeins að nokkru leyti í samræmi við samkomulag sem áður hafði náðst í málinu og Alþýðusambandið studdi.

Lesa meira


Félagsleg fræðsla

Allan ársins hring eru námskeið í boði fyrir alla talsmenn stéttarfélaga á vegum Fræðsludeildar ASÍ og Félagsmálaskóla alþýðu. Á þeim er lögð áhersla á hefðbundna félagslega fræðslu. Jafnframt er boðið upp á námskeið sem taka á málefnum sem eru í brennidepli hverju sinni. Stéttarfélög geta pantað námskeið til að móta starf og stefnu og styrkja talsmenn sína.

Lesa meira
Febrúar 2011

Forsetabréf: Gangur kjaraviðræðna

Þrátt fyrir að forseti Íslands hafi hafnað lögunum um Icesave staðfestingar er enn unnið að því að gera 3ja ára kjarasamning og miðast viðræður m.a. við stjórnvöld við það. Samkvæmt tímaplaninu er miðað við að ljúka þessum viðræðum fyrir miðjan mars en að launabreytingar taki gildi frá 1. mars.

Lesa meira


Lögbundin lágmarkslaun í Evrópu 2011

Hagstofa ESB – Eurostat – hefur um árabil safnað upplýsingum um lægstu laun og meðallaun aðildarríkja ESB ásamt þeim ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB. Nýverið gaf stofnunin út nýjar tölur um stöðu þessara mála eins og hún var í ársbyrjun 2011.

Lesa meira


Fundir norrænu og kínversku verkalýðshreyfingarinnar

Um miðjan febrúar sl. var haldinn í Helsinki sameiginlegur vinnufundur norrænu og kínversku verkalýðshreyfingarinnar. Þetta var þriðji slíki fundurinn sem þessir aðilar hafa haldið á síðustu sex árum. Fulltrúar frá ASÍ og aðildarsamtökum þess tóku þátt í fyrsta fundinum í Peking árið 2006. Þeir tóku ekki þátt í öðrum fundinum sem haldin var árið 2008 en mættu aftur til leiks á fundinum í ár.

Lesa meira


Ný aðalnámskrá framhaldsskóla

Í menntamálaráðuneytinu stendur nú yfir vinna við undirbúning nýrrar aðalnámskrár fyrir framhaldsskóla sem byggist á grundvelli laga frá 2008. Alþýðusambandið hefur fylgst vel með gerð námsskrárinnar og í framhaldi af því sent inn umsögn um drögin.

Lesa meiraMars 2011

Icesave kosningarnar 9. apríl

Icesave-málið er flókið og því mikilvægt að skýra meginatriði þess á einfaldan og hlutlægan hátt. Fréttabréf marsmánaðar er alfarið helgað þessu stóra máli sem þjóðin mun greiða atkvæði um þann 9. apríl.

Lesa meira


Nokkrar lykilspurningar og svör

Þótt Icesave hafi verið fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarin tvö ár og flestir viti hvernig málið er tilkomið er rétt að fara yfir helstu staðreyndir þess og átta sig á hvað synjun eða staðfesting samnings þýðir. Hér er gerð tilraun til að svara nokkrum mikilvægum spurningum á einfaldan og hlutlægan máta.

Lesa meira


Greinagerð hagdeildar ASÍ um Icesave

Nýi Icesave samningurinn gerir ráð fyrir að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta (TIF) endurgreiði breskum og hollenskum stjórnvöldum þær fjárhæðir sem þau hafa lagt út vegna lágmarkstryggingar við innistæðueigendur Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Í staðinn fær Innistæðutryggingasjóðurinn framseldan hluta krafna Breta og Hollendinga í bú Landsbankans.

Lesa meira


Icesave - gott að hafa í huga

Að endingu eru hér nokkrir punktar sem rétt er að hafa í huga varðandi Icesave málið. Alþýðusamband Íslands hvetur launafólk til að láta sig þetta stóra mál varða og mæta á kjörstað laugardaginn 9. apríl.

Lesa meiraApríl 2011

Mælirinn er fullur

Yfirlýsing SA frá því fyrr í dag þess efnis að samtökin vilji gera 3 ára kjarasamning kemur of seint. Það sem var í umræðunni fyrir páska kemur ekki lengur til greina. SA hafnaði þeim 3 ára kjarasamningi sem þá lá á borðinu og gerði síðan kjarasamning nokkrum dögum síðar sem fól í sér mun meiri hækkanir en menn ræddu fyrir páska. Eðlilegt er að aðildarsamtök innan ASÍ vilji sækja þær hækkanir.

Lesa meira


Átak til að auka menntun og efla vinnumarkaðsúrræði

Alþýðusamband Íslands hefur síðustu vikur tekið virkan þátt í að móta metnaðarfulla áætlun um átak á sviði menntunar og vinnumarkaðsúrræða til næstu þriggja ára. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar og stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs 19. apríl sl. liggur fyrir að hægt verði að fara í verkefnið af fullum þunga og er undirbúningur þess þegar kominn á fullt skrið.

Lesa meira


ASÍ-UNG eru ný samtök ungs launafólks innan ASÍ

Á ársfundi ASÍ haustið 2010 var ákveðið að stofna til vettvangs fyrir ungt launafólk á aldrinum 18-35 ára í aðildarfélögum ASÍ. Nú hefur verið boðað til stofnþings þessa vettvangs 27. maí, ASÍ-UNG, en þar munu sitja fulltrúar allra 53 aðildarfélaga Alþýðusambandsins.

Lesa meira


Ný húsnæðisstefna

Meginniðurstöður samráðshópsins eru þær að grundvallarmarkmið húsnæðisstefnunnar skuli vera að tryggja landsmönnum húsnæðisöryggi auk þess sem húsnæðisstefna á að stuðla að félagslegri samheldni og efnahagslegum stöðugleika.

Lesa meira

Maí 2011

Helstu atriði nýs kjarasamnings aðildarsamtaka ASÍ og SA

Almennar launahækkanir á næstu þremur árum eru 11,4% en hækkun lágmarkslauna er þó mun meiri eða 23,6%. 50.000 króna eingreiðsla kemur til útborgunar þegar samningarnir hafa verið samþykktir í atkvæðagreiðslu og aðrar 25.000 krónur í tveimur greiðslum síðar á árinu.

Lesa meira


Nýr kjarasamningur aðildarsamtaka ASÍ og SA í heild sinni

Stéttarfélögin hafa lagt mikla áherslu á að tryggja félagsmönnum sínum launahækkanir þessa árs, en fullyrða má að þær kjaraviðræður sem fram hafa farið á undanförnum mánuðum séu þær erfiðustu sem átt hafa sér stað áratuga skeið. Fyrir utan erfitt efnahagslegt árferði var ýmislegt annað sem truflaði. Það hjálpaði samningamönnum okkar að finna þá miklu eindrægni og staðfestu sem ríkti í stéttarfélögunum um þá stefnu sem tekin var í viðræðunum.

Lesa meira


Helstu atriði sem snúa að ASÍ úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar byggir m.a. á áherslum sem Alþýðusamband Íslands hefur lagt fram í samskiptum sínum við stjórnvöld. Áherslur sem lúta að bættum lífskjörum, meiri atvinnu, velferð og menntun.

Lesa meira


Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga í heild sinni

Ríkisstjórnin hefur gefið út sérstaka yfirlýsingu í tengslum við gerð kjarasamninganna 5. maí. Hún er afrakstur samráðs stjórnvalda og aðila á almenna vinnumarkaðinum. Með yfirlýsingunni skuldbinda stjórnvöld sig til að leggja grunn að varanlegum hagvexti og velferð í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Meginatriðið er að örva hagvöxt með arðsömum og sjálfbærum fjárfestingum, án þess að markmiðum um afkomu ríkissjóðs sé ógnað.

Lesa meira


Vinnustaðaskírteini ná til fleiri atvinnugreina og þau stöðluð

Samhliða gerð nýs kjarasamnings á milli aðildarsamtaka ASÍ og Samtaka atvinnulífsins var undirritað viðbótarsamkomulag um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Samkvæmt fyrra samkomulagi sem undirritað var 15. júní 2010 skulu atvinnurekendur og starfsmenn þeirra sem vinna við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, rekstur gististaða eða veitingarekstur bera vinnustaðaskírteini. Með samkomulaginu nú er gildissviðið útvíkkað þannig að skyldan til að bera vinnustaðaskírteini mun í áföngum einnig ná til atvinnurekenda og starfsmanna í söluturnum, húsganga- og innréttingariðnaði, gleriðnaði, kjötiðnaði, bakstri, bílgreinum, rafiðnaði og málm- og véltæknigreinum.

Lesa meira

Október 2011

Forsetabréf - Upp úr hjólförunum

Til að komast upp úr hjólförunum þurfum við hugrekki og breyttar forsendur til að lenda ekki í sömu pyttum og við erum að glíma við. Við þurfum skýra framtíðarsýn um hvert við viljum fara og stefnufestu til þess að hrekjast ekki af leið. Við þurfum að setja þarfir fólks og fyrirtækja í öndvegi, ekki pólitískar kreddur.

Lesa meira


Auknar fjárfestingar eru lykillinn að bættum lífskjörum

Eina leiðin fyrir okkur til að bæta lífskjör og draga úr atvinnuleysi er að auka verðmætasköpun þjóðarbúsins. Aðgerðir til að örva hagvöxt og skapa störf verða því að beinast að því að auka arðbæra fjárfestingu. Hagdeild ASÍ skoðaði hvaða áhrif það hefði ef okkur tækist að auka fjárfestingar.

Lesa meira


Bætt réttarstaða launafólks við aðilaskipti 

Til þess að liðka fyrir gerð kjarasamninga í maí 2011 og að kröfu ASÍ lofuðu stjórnvöld í yfirlýsingu sinni þann 5. maí að „…beita sér fyrir lagabreytingum á yfirstandandi þingi til að bæta réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti ..." Þetta loforð hefur nú verið efnt með lagasetningu.

Lesa meira


Tilkynning og skráning atvinnusjúkdóma

Að mati ASÍ hefur mikilvægum áfanga verið náð með útgáfu reglugerðar um tilkynningu og skráningu atvinnusjúkdóma. Henni þarf að fylgja eftir í framkvæmd til að tryggja að upplýsingum sé safnað um atvinnusjúkdóma og atvinnutengda sjúkdóma og úr þeim unnið í forvarnarskyni. Þá þarf að fylgja reglugerðinni eftir með því að bótaréttur vegna atvinnusjúkdóma verði treystur.

Lesa meiraNóvember 2011

Forsetabréf - Er samhengi á milli atvinnuleysisbóta og viljans til að vinna?

Þegar reynt hefur á þessi mikilvægu réttindi, sem atvinnuleysisbæturnar eru, hefur gjarnan spunnist mikil umræða um meint svik og að þeir sem misst hafa vinnuna hafi einnig misst viljann til þess að stunda launaða vinnu. Því er haldið á lofti að það borgi sig ekki að vinna því bætur séu hærri en laun. Alþýðusambandið hefur ávalt andmælt þessum fullyrðingum.

Lesa meira


Ísland er eftirbátur annarra Evrópulanda í framlögum til virkra vinnumarkaðsaðgerða

Hér á landi voru framlög til virkra vinnumarkaðsaðgerða, og eru þá framlög til starfsendurhæfingar af hálfu Virk og velferðarráðuneytisins meðtalin, um 0,1% af landsframleiðslu. Meðaltalið innan ESB er 0,5%. Með kjarasamningunum í vor tókst aðilum vinnumarkaðarins að hækka hlutfall Íslands í 0,23% af landsframleiðslu en þó erum við ekki hálfdrættingar á við ESB meðaltalið.

Lesa meira


Nýr dómur Hæstaréttar - greitt skal fyrir auknar starfsskyldur

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dómi 3. nóvember sl. að atvinnurekanda, sem hyggst auka við starfsskyldur starfsmanns, beri að gera það með því að eiga frumkvæði að breytingum á ráðningarsamningi eða tilkynna það skriflega eins og kjarasamningar áskilja.

Lesa meira


Langtíma atvinnuleysi ungs fólks er samfélagsleg sóun

Á formannafundi ASÍ í lok október sagði Runólfur Ágústsson stjórnarformaður Atvinnuleysistryggingasjóðs að menntun réði launum og menntun réði möguleikum fólks til vinnu. Því væri mikilvægt að auka möguleika fólks með litla menntun á frekara námi og ekki síður mikilvægt að minnka brottfall úr framhaldsskólum sem er mun meira hér en í öðrum löndum.

Lesa meiraDesember 2011

Forsetabréf - Staða mála eftir afgreiðslu fjárlaga

Við afgreiðslu fjárlaga gerði miðstjórn ASÍ alvarlegar athugasemdir við nokkur atriði frumvarpsins og krafðist breytinga á því. Var það ekki að ástæðulausu því þar mátti finna atriði sem gengu þvert á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tenglsum við gerð kjarasamninga 5. maí. Nú þegar tekju- og fjárlagafrumvarp hafa verið afgreidd er rétt að leggja mat á stöðuna.

Lesa meira


Atvinnuleysið hefur í reynd ekki minnkað

Atvinnuleysi jókst hröðum skrefum eftir efnahagshrunið og náði hámarki í upphafi ársins 2009. Það hélst síðan áfram hátt fram yfir áramótin 2010. Frá þeim tíma hefur skráð atvinnuleysi lækkað hægt og bítandi og hafa talsmenn ríkisstjórnarinnar notað það sem dæmi um velgengni þeirrar efnahagsstefnu sem hún fylgir. En er það svo? Hafa orðið þau umskipti að ástæða sé til bjartsýni þegar kemur að atvinnuhorfum?

Lesa meira


Vernd og réttarstaða uppljóstrara

Uppljóstrarar njóta sérstakrar verndar í ráðningarsambandi skv. ákvæðum 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) sem fjallar um verndun tjáningarfrelsis. Það var staðfest með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem fyrirvaralaus uppsögn hjúkrunarfræðings, sem kært hafði hjúkrunarheimili þar sem hún starfaði, var dæmd ólögmæt og skaðabótaskyld.

Lesa meira


Danska húsnæðiskerfið

Ef litið er til annarra landa hafa margir staldrað við danska húsnæðislánakerfið, en það kerfi varð til í lok 18. aldar og hefur af bæði Moody‘s og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið talið það kerfi sem staðið hefur af sér áföll og tryggt hagsmuni bæði fjárfesta og skuldara miðað við ólíkar aðstæður.

Lesa meiraJanúar 2012

Forsetabréf - Endurskoðun kjarasamninga og aukin þjónusta við atvinnuleitendur

Aðeins þrjú þeirra rúmlega 50 félaga sem eru innan ASÍ vildu segja upp samningum. Þær forsendur sem snéru að atvinnurekendum stóðust í meginatriðum en það sama verður ekki sagt um loforð ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira


Öflugri vinnumiðlun, vinnumarkaðsaðgerðir og ráðgjöf til atvinnuleitenda

Samþykkt hefur verið að setja í gang tilraunaverkefni sem hefur að markmiði að auka og efla vinnumiðlun, ráðgjöf og þjónustu við atvinnuleitendur. Atvinnuleitendur sem eru félagsmenn þeirra stéttarfélaga sem verkefnið nær til munu eiga rétt á að sækja alla þjónustu til síns félags. Það mun ná til um 25% atvinnuleitenda á landinu.

Lesa meira


Er ekki rétt að banna verðtrygginguna?

ASÍ hefur að undanförnu skoðað vaxtakostnað heimilanna. Niðurstöðurnar eru sláandi; íslensk heimili borga miklu hærri vexti en bjóðast í nágrannalöndunum.

Lesa meira


Fræðslumál

Nú hefur verið hönnuð heildstæð námslína fyrir stjórnir og starfsmenn aðildarfélaga ASÍ og BSRB af Fræðslusetrinu Starfsmennt. Námslínan kallast Forystufræðsla fyrir stjórnir og starfsmenn stéttarfélaga. Í þessum pistli er einnig fjallað um trúnaðarmannafræðslu en námskeið eru að fara í gang vítt og breitt um landið.

Lesa meira

Febrúar 2012

Gengi, laun og framlegð í sjávarútvegi

Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um auðlindaskatt og framlegð í sjávarútvegi. Í þeirri umræðu hafa menn dregið ansi víðtækar ályktanir út frá afkomu sjávarútvegs frá hruni, afkoma sem fyrst og fremst á sér skýringar í falli krónunnar fremur en framleiðni eða raunverulegrar verðmætasköpunar.

Lesa meira


Afhverju fáum við ekki að njóta lægri vaxta?

Nýlega felldi Hæstiréttur enn einn dóminn um réttarstöðu skuldara og lánardrottins og kemst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að dómurinn hafi áður talið að gengistrygging höfuðstóls lána í íslenskum krónum væri ólögmæt gefi það hvorki Alþingi né öðrum heimild til þess að breyta öðrum ákvæðum viðkomandi lánasamninga með afturvirkum hætti. 

Lesa meira


Furðuleg og óvægin umræða

Í kjölfar útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna varð mikil umræða um stöðu lífeyrissjóðanna sem eðlilegt er. Skýrslan er vönduð og margar ábendingar og tillögur að því sem betur má fara í starfsemi sjóðanna og þeim kjarasamningi og lögum sem um þá gilda.  Því miður hefur umræðan einkennst af þeirri fjölmiðlun sem hér hefur verið að færast í vöxt á síðustu misserum þar sem lítt er hugað að staðreyndum eða málefnalegri nálgun.

Lesa meira


8. mars verður viðburðarríkur dagur

Í tilefni af 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, stendur ASÍ ásamt öðrum samtökum launafólks fyrir hádegisverðarfundi á Grand hótel. Sama dag fer fram starfakynning fyrir atvinnuleitendur í Laugardalshöll.

Lesa meira

Október 2012

Við verðum að ná verðbólgu og vöxtum niður

Rétt er að nýta reynsluna frá 1990 þegar breið samstaða náðist um það átak að kveða verðbólguna niður með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins, stjórnvalda og Seðlabanka. Þá var gengi krónunnar stillt af miðað við eðlilega afkomu, sjálfbærni og samkeppnisstöðu útflutnings- og samkeppnisgreinanna.

Lesa meira


Niðurstaða 40. þings ASÍ

Dagana 17.-19. október var 40. þing Alþýðusambands Íslands haldið í Reykjavík. Rúmlega 300 þingfulltrúar frá þeim ríflega 50 stéttarfélögum sem mynda ASÍ mættu á þingið. Drjúgur hluti þingstarfa fór í málefnavinnu þar sem notast var við svokallað  þjóðfundarfyrirkomulag en kjarninn úr þeirri vinnu varð grundvöllur að þeim ályktunum sem samþykktar voru á þinginu. 

Lesa meira


Forystufræðsla

Þjónusta stéttarfélaganna er í örri þróun og brýnt að koma til móts við auknar kröfur og flóknari verkefni.  Til að mæta þessum auknu kröfum hefur verið búin til námsleiðin Forystufræðsla fyrir stjórnir og starfsfólk stéttarfélaga.

Lesa meira


Fylgstu með ASÍ á Facebook

Um miðjan október opnaði Alþýðusamband Íslands síðu á Facebook. Það sem réði mestu þar um er að 71% þjóðarinnar er á þessari vinsælustu samskiptasíðu heims eða um 220 þúsund Íslendingar.

Lesa meira


Nóvember 2012

Forseti ASÍ á þingi sjómanna

"Það síðasta sem þið hafið mátt þola í þessari deilu útgerðarmanna við ríkisstjórn er hótun um verkbann, þar sem þeir krefjast þess að þið takið að ykkur að greiða fyrir þá þann auðlindaskatt sem þjóðin hefur lengi krafist að greiddur yrði fyrir afnotin af þessari sameiginlegu auðlind okkar. Það er mín skoðun, að ef til slíkra átaka komi sé afar líklegt að þau muni breiðast út og valda miklu alvarlegri deilum og átökum á vinnumarkaði en menn halda.“

Lesa meira


Þrjár stuttar sögur af kaupmætti

Frá því að skrifað var undir kjarasamninga í fyrra hefur kaupmáttur vaxið. Minnstur er kaupmáttaraukinn hjá þeim sem fengið hafa almennar launahækkanir kjarasamninga en mest er aukningin hjá þeim sem bjuggu við lágmarkslaun. 

Lesa meira


Barátta ASÍ gegn kennitöluflakki

Alþýðusamband Íslands hefur á síðustu mánuðum og árum lagt mikla og vaxandi áherslu á baráttuna gegn kennitöluflakki og fyrir bættu siðferði í atvinnulífinu. Að ósk ASÍ var sett inn í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga 5. maí 2011 að ríkisstjórnin muni m.a. beita sér fyrir breytingum á lögum um félög til að koma í veg fyrir starfsemi aðila sem hafa ítrekað rekið félög í þrot.

Lesa meira


Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013

Meginmarkmið þessa verkefnis, sem Alþýðusambandið hefur í samstarfi við fleiri aðila haft forgöngu um, er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni.

Lesa meiraJanúar 2013

Verðbólgan er okkar versti óvinur

Nú hefur vinnumarkaðurinn enn og aftur sýnt ábyrgð í orðum sínum og athöfnum. Nánast öll aðildarfélög ASÍ komust að þeirri yfirveguðu niðurstöðu að skynsamlegast væri að tryggja framgöngu þessara kjarasamninga, að taxtar hækki um 11.000 kr. eða 3,25% þann 1. febrúar og jafnframt vinna áfram að endurskoðun á vinnulagi við gerð kjarasamninga að norrænni fyrirmynd.

Lesa meira


ASÍ höfðar mál gegn LÍÚ vegna meintrar pólitískrar vinnustöðvunar

Þann 28. janúar var þingfest í Félagsdómi, mál Alþýðusambands Íslands f.h. allra aðildarfélaga sinna gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Landssambands íslenskra útvegsmanna. 

Lesa meira


Staðall um jafnlaunakerfi

Í desember kom út hjá Staðlaráði Íslands tímamótastaðall - staðall um jafnlaunakerfi. Staðallinn er grundvöllur fyrir vottunarkerfi sem varðar launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Markmið hans er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum.

Lesa meira


Liðsstyrkur fer vel af stað

Verkefninu, sem ber yfirskriftina Liðsstyrkur, var formlega hrundið af stað 15. janúar sl. og gefur reynslan fyrstu vikurnar tilefni til bjartsýni um að árangurinn verði eins og að var stefnt.

Lesa meira

Febrúar 2013

Hvað gengur Sjálfstæðisflokknum til?

Það er athyglisvert að skoða hvaða tillögur lágu fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lífeyrismálunum, sérstaklega lífeyrissjóði launafólks á almennum markaði. Í sjálfu sér var ályktun fundarins varðandi tekjutengingar milli almannatrygginga og lífeyrissjóða ágæt. Ég hef hins vegar meiri áhyggjur af þeirri sýn sem landsfundurinn hefur á innviði lífeyrissjóðanna og framtíð kerfisins, skrifar forseti ASÍ.

Lesa meira


Nýtt húsnæðislánakerfi á Íslandi - danska leiðin

Danska húsnæðiskerfið er hannað út frá þeirri forsendu að heimilin þurfi að búa við öryggi og stöðugleika í fjármögnun íbúðarhúsnæðis – með tilliti til vaxta, lánstíma og afborgunarskilmála. Ákvörðun nafnvaxta verður á skuldabréfamarkaði og gegnsærri en nú er. Sjálfvirk áhrif verðbólgu á höfuðstól eftirstöðva lánsins verða afnumin. Áhættunni af lántökunni er með þessum hætti deilt milli fjármagnseigenda og lántaka með sanngjarnari hætti en nú er. 

Lesa meira


Ný félagsleg húsnæðisstefna – danska leiðin

Í flestum ríkjum Evrópu, er það hlutverk ríkis og sveitarfélaga að tryggja  félagslegt íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði fyrir tekjulægstu íbúana. Umfang, eðli og form þessarar aðstoðar er margbreytilegt, en algengast er að því sé sinnt með framboði af leiguhúsnæði.

Lesa meira


Vertu á verði! – stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar

Aðildarfélög ASÍ hófu á þriðjudag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar um verðlagsmál.

Lesa meira

Mars 2013

Vel heppnaðri fundaferð ASÍ lokið

Þann 26. febrúar hófst fundaferð Alþýðusambands Íslands um landið undir yfirskriftinni Kaupmáttur, atvinna, velferð. Alls voru haldnir 10 opnir fundir með stjórnum og trúnaðarráðum stéttarfélaganna og sóttu nokkur hundruð manns þessa fundi. Eftirfarandi staðir voru heimsóttir: Akureyri, Egilsstaðir, Selfoss, Reykjanesbær, Reykjavík (3), Borgarnes, Ísafjörður og Sauðárkrókur.

Lesa meira


Spá hagdeildar ASÍ um efnahagshorfur 2013-2015

Heldur hefur hægt á efnahagsbatanum og bendir nú flest til þess að hagvöxtur verði rétt undir 2% í ár. Efnahagslífið heldur þó áfram að reisa sig og gangi spá hagdeildar eftir verður hagvöxturinn um 3% árin 2014 og 2015. Búast má við að gengi krónunnar verði áfram veikt en styrkist þó lítillega á spátímanum. Verðbólga verður mikil í ár en minnkar þegar líður á spátímann. 

Lesa meira


Lög um starfsmannaleigur - mikil réttarbót

Ný lög um breytingar á lögum um starfsmannaleigur voru afgreidd frá Alþingi 21. mars en þau fela í sér mikilvæga réttarbót fyrir starfsmenn starfsmannaleiga. Þeim er ætlað að koma í veg fyrir að starfsmenn starfsmannaleiga séu notaðir til félagslegra undirboða á íslenskum vinnumarkaði.

Lesa meira


Ný stefna ASÍ í lífeyrismálum og málefnum lífeyrissjóðanna

Miðstjórn ASÍ samþykkti nýverið nýja stefnu ASÍ í lífeyrismálum og málefnum lífeyrissjóðanna. Heildarendurskoðun á stefnu sambandsins hefur staðið yfir síðan síðan snemma árs 2010 þegar efnt var til víðtækrar umræðu og samráðs meðal aðildarsamtaka sambandsins sem tóku vikan þátt í stefnumótunarvinnunni.

Lesa meira
Nóvember 2013

Verðbólgan og ábyrgð fyrirtækja

Mikið hefur verið fjallað um einkennilega auglýsingaherferð SA að undanförnu þar sem launahækkanir eru sagðar upphaf og endir alls þess sem aflaga hefur farið í íslensku efnahagslífi án þess að nefnd sé til sögunnar afburða slæm og mótsagnakennd hagstjórn og sveiflur í gengi krónunnar. Samtök atvinnulífsins skauta algerlega framhjá þeirri augljósu staðreynd að hér á landi hefur veikur gjaldmiðill verið nýttur til að leiðrétta mistök í hagstjórn með því að láta hann falla reglulega með tilheyrandi tjóni fyrir launafólk í landinu.

Lesa meira


44% lítilla og meðalstórra fyrirtækja ekki með skattaskil í lagi

Sumarið 2013 var í fjórða skiptið efnt til samstarfs Alþýðusambandsins, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra með yfirskriftinni „Leggur þú þitt af mörkum?“. Markmið verkefnisins var sem fyrr að hafa leiðbeinandi eftirlit með skilum á staðgreiðslu, tekjuskráningu, vinnustaðaskírteinum, virðisaukaskattskilum og upplýsa um skyldur smærri og meðalstórra rekstraraðila. 

Lesa meira


Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

Nú þegar hafa hátt í 3 þúsund atvinnuleitenda fullnýtt bótarétt sinn í atvinnuleysistryggingakerfinu en það eru þeir einstaklingar sem hafa verið á atvinnuleysisskrá í þrjú ár eða lengur. Fyrir þá einstaklinga, sem eru án atvinnu og eiga engan eða lítinn rétt til atvinnuleysisbóta, er fjárhagsaðstoð sveitafélaganna sú lágmarksframfærsla sem hinu opinbera ber að tryggja.

Lesa meira


Fríverslun við Kína

Engum dylst að Alþýðulýðveldinu Kína hefur vaxið fiskur um hrygg efnahagslega á undanförnum árum. Þeim vexti hefur fylgt aukin velsæld og tækifæri fyrir kínverska þegna og viðskiptatækifæri fyrir framleiðendur vöru og þjónustu á vesturlöndum. Vesturlönd hafa hins vegar ekki viljað opna markaði sína hindrunarlaust og ekki að ófyrirsynju því þróun lýðræðis, mannréttinda og ekki síst þróun grundvallarmannréttinda launafólks í Kína hefur lítil orðið á síðustu árum.

Lesa meira
Nóvember 2014

Forsetabréf - af vettvangi kjaramála

Hagstofa Íslands birti nýverið nýjustu mælingar sínar um hækkun verðlags og reyndist verðbólgan m.v. síðustu 12 mánuði hafa hækkað um 1% og ef horft er framhjá áhrifum húsnæðisverðs hafði almennt verðlag lækkað um 0,3% á sama tíma. Hefur verðbólgan nú samfellt í 10 mánuði verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og er þetta jafnframt lægsta verðbólga sem mælst hefur í 16 ár. Þó vissulega megi rekja þetta lága verðbólgustig til hagstæðra ytri skilyrða – einkum lág verðbólga í samkeppnislöndum og lækkandi olíuverð – er enginn vafi á því að meginástæða þessarar þróunar eru þeir kjarasamningar sem gerðir voru á vetrarsólstöðum á síðasta ári.

Lesa meira


Skylduaðild að ákveðnum lífeyrissjóðum

Í nóvemberhefti Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er að finna grein eftir Gunnar Þór Ásgeirsson, lögfræðing á eftirlitssviði FME. Þar veltir hann upp þeirri spurningu hvort skylduaðild að ákveðnum lífeyrissjóði eigi rétt á sér í ljósi réttarþróunar sem lesa megi úr úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE).

Lesa meira


Sigurganga norrænu velferðarsamfélaganna

NordMod2030 er verkefni sem Alþýðusamband Íslands á aðild að og unnin er af hópi fræðimanna frá öllum Norðurlöndunum fimm og stjórnað af norskri rannsóknarstofnun á svið samfélagsmála, Fafo. Um er að ræða rannsókn sem mikill fjöldi fræðimanna tekur þátt í og hefur að markmiði að greina helstu eiginleika Norræna samfélagsmódelsins.

Lesa meira


Hvítbók um umbætur í menntun – áherslur ASÍ

Undanfarið hefur staðið yfir vinna, af hálfu mennta og menningarmálaráðuneytisins við að móta aðgerðaráætlun vegna nýútkominnar Hvítbókar (skýrsla um umbætur í menntamálum). Markmiðið er að aðgerðaráætlunin verði tilbúin í janúar 2015.

Lesa meira

Janúar 2015

Laun á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin

Mikið hefur verið fjallað að undanförnu um laun á Íslandi í samanburði við kjör launafólks á hinum Norðurlöndunum, en lítið hefur verið um haldbærar upplýsingar um hver þessi munur er. Undanfarin ár hafa hagstofur innan ESB og EES landanna unnið að samræmingu hagskýrslugerðar um laun og tekjur einstakra starfsstétta. Því er orðið mun auðveldara að bera saman laun eftir starfsstéttum en áður var. Í þessari úttekt er litið til reglulegra dagvinnulauna á almennum vinnumarkaði á Norðurlöndunum árið 2013.

Lesa meira


Vaxandi ójöfnuður á vesturlöndum er áhyggjuefni

Á síðustu árum hafa augu fræðasamfélagsins og alþjóðastofnana beinst í auknum mæli að vaxandi ójöfnuði innan þróaðra ríkja. Þessi þróun hefur verið sýnileg beggja vegna Atlantshafsins en alþjóðlega efnahagskreppan varð þó til að hægja á henni tímabundið sem skýrist m.a. af því hversu mikið af auði tapaðist hjá hinum tekjuhæstu við efnahagshrunið. Á Norðurlöndunum, þ.m.t. á Íslandi, mælist ójöfnuður lítill í alþjóðlegu samhengi en á árunum fyrir hrun fór hann engu að síður vaxandi. 

Lesa meira


Bætur sjúkrasjóðs eru tekjur í skilningi fæðingarorlofslaga

Í desember 2014 felldi Úrskurðarnefnd í fæðingar- og foreldraorlofsmálum úr gildi ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs þess efnis að við útreikning greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði skyldi ekki taka tillit til greiðslna til móður úr sjúkrasjóði VR sem hún hafði fengið vegna veikinda barns.

Lesa meira


Rannsókn um færniþörf á vinnumarkaði

Skýrslan "Færniþörf á vinnumarkaði - horfur til næstu 10 ára" er komin út. Skýrslan er unnin af Karli Sigurðssyni fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem hluti af IPA verkefninu "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun".

Lesa meira


September 2015

Forsetabréf – Samningalíkan og samfélagsgerð
Undanfarin ár hafa forystumenn heildarsamtaka launafólks og atvinnurekenda á Íslandi setið á rökstólum um mótun nýs samningalíkans við gerð kjarasamninga. Í þessu sambandi hefur m.a. verið leitað hófanna hjá kollegum okkar á Norðurlöndunum og þeirra aðferðafræði við gerð kjarasamninga skoðuð.

Lesa meira


Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan – 12. nóvember takið daginn frá!
Í ár fagna íslenskar konur því að hundrað ár eru síðan þær fengu kosningarrétt og á næsta ári fagnar Alþýðusamband Íslands 100 ára afmæli sínu. Þess ber einnig að geta að í ár eru liðin 60 ár frá því að fyrsta jafnlaunaráðstefnan var haldin á vegum sambandsins og af því tilefni stendur jafnréttis- og fjölskyldunefnd ASÍ fyrir ráðstefnu þar sem fjalla á um stöðu kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði.

Lesa meira


Afnám tolla á fatnaði og skóm um áramótin  
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði nú í sumar afnám allra tolla, nema á matvöru, á næstu tveimur árum. Um næstu áramót eða þann 1.janúar 2016 tekur í gildi afnám tolla á fatnaði og skóm. Á 324 tollskránúmerum lækkar tollurinn í 0%. 

Lesa meira


Fræðsla á vegum ASÍ

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks. Félagsmálaskólinn skipuleggur námskeið og fræðslu út frá þörfum og aðstæðum aðildarfélaga fyrrgreindra sambanda.

Lesa meiraOktóber 2015

Forsetabréf - Betri vinnubrögð – aukinn ávinningur
Hækkun atvinnutekna á Íslandi hefur að jafnaði verið tvöfalt meiri en á hinum Norðurlöndunum síðustu 15 árin. Þrátt fyrir það hefur kaupmáttur atvinnutekna aukist helmingi minna hér en þar á þessum 15 árum, eða 0,8% á ári í stað 1,7% á hinum Norðurlöndunum. Þó þessi munur virki ekki mikill við fyrstu sýn, munar þetta uppsafnað ríflega 14% í hreinum kaupmætti á tímabilinu.

Lesa meira


Gefa þinglýstir leigusamningar rétta mynd af stöðu leigumarkaðarins?
Samanburður á þinglýstum húsaleigusamningum og því sem stendur leigjendum til boða samkvæmt leiguauglýsingum sýnir fram á töluverðan verðmun. Í september var meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu 94.931 kr. fyrir stúdíó-íbúð samkvæmt þinglýstum leigusamningum, 127.576 kr. fyrir tveggja herbergja íbúð, 159.183 kr. fyrir þriggja herbergja íbúð og 188.119 kr. fyrir 4-5 herbergja íbúð samkvæmt gögnum frá Þjóðskrá.

Lesa meira


Klukk – tímaskráningarapp
Klukk er nýtt frítt tímaskráningar app fyrir launafólk sem væntanlegt er á „markað“ í nóvember. Hugmyndin er að notandi skrái vinnutíma sína með appinu og hafi þannig yfirsýn yfir unna tíma. Hugmyndin varð til eftir ábendingar frá stéttarfélögunum þar sem ítrekað koma inn á borð deilur um unnar vinnustundir auk þess sem nemendur hafa rætt þetta sama vandamál þegar fulltrúar ASÍ hafa farið í fræðslu heimsóknir í framhaldsskólana.

Lesa meira


Eðvarð aðhaldsmaður
Eðvarð var illa fyrirkallaður þennan morguninn, Morgunblaðið var veðurteppt fyrir sunnan og pokarnir í Senseo vélina hans voru búnir. Sumarvertíðin á litla hótelinu hans var að hefjast og hann hafði eytt gærkvöldinu við handsmíðaða hnotuskrifborðið og reiknað út hver launakostnaðurinn yrði þetta sumarið.

Lesa meiraNóvember 2015

Forsetabréf - Að deila byrðum af sanngirni
Með úrskurði Gerðardóms vegna háskólamanna og hjúkrunarfræðinga og í kjölfar þess ákvörðun Kjararáðs vegna þingmanna og æðstu embættismanna liggur kjarastefna stjórnvalda endanlega fyrir. Ég skora því á Alþingi að leiðrétta kjör aldraðra, öryrkja og atvinnulausra bæði á þessu ári og því næsta með sambærilegum hætti.

Lesa meira


Færri feður taka fæðingarorlof
Allt fram til ársins 2008 var ánægjuleg þróun í þá átt að fleiri feður nýttu sér allan rétt sinn og margir tóku einnig hluta af sameiginlegum rétti. Þessi þróun varð til þess að efla jafnrétti á vinnumarkaði þar sem atvinnurekendur gátu ekki gert ráð fyrir því að aðeins móðirin væri frá vinnu vegna fæðingar barns, heldur var faðirinn það einnig.

Lesa meira


Ofbeldi er ekki einkamál! Ofbeldi er vinnuverndarmál
Ofbeldi í nánum samböndum og á vinnustöðum er vandamál sem hefur of lengi hefur verið við lýði og sannarlega tímabært að alþjóðleg samtök eins og Alþjóðlega vinnumálastofnunin sjái til þess að alþjóðlegar reglur verði settar sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld geti beitt í baráttunni við að útrýma kynbundnu ofbeldi.

Lesa meira


Eðvarð afturhaldsmaður
Eðvarð vaknaði upp með andfælum þriðju nóttina í röð frá því hann kom aftur frá árlegri ferð sinni til suð-austur Spánar. Hann hafði nefnilega horfst í augu við dauðann í ferðinni. Ótrúlegt en satt þá var það ekki kólesterólið eða blóðþrýstingurinn í þetta sinn heldur spænska strandgæslan. Eðvarð hafði nefnilega lent í skipsskaða.

Lesa meira

Desember 2015

Forsetabréf - Að kynda ófriðarbál
Við verðum að finna leið til að íslenskir launamenn geti, líkt og frændur okkar á hinum Norðurlöndunum, búið við meiri stöðugleika bæði í félagslegum og efnahagslegum skilningi, þar sem kaupmáttur launa aukist jafnt og þétt á grundvelli lágrar verðbólgu, lægri vaxta og stöðugs gengis. Þar sem velferðarkerfið sé af þeim gæðum og því umfangi að almenningur geti treyst á nauðsynlega aðstoð.

Lesa meira


Afnám vörugjalda skilar sér illa
Umræddir neysluskattar hafa skilað ríkissjóði umtalsverðum tekjum sem nú ættu að skila sér í lægra verði til neytenda en slíkt er ekki sjálfgefið. Það er því við hæfi að fara í stuttu máli yfir reynslu liðins árs og velta því fyrir sér hvort neytendur hafi fengið þá skattalækkun sem breytingin um síðustu áramót gaf tilefni til.

Lesa meira


Félagsmálaskóli Alþýðu – námskeið í boði
Félagsmálaskólinn hefur undanfarna áratugi boðið uppá félagsmála- og trúnaðarmannafræðslu bæði í formi trúnaðarmannanámskeiða og einnig almenna félagsmálafræðslu sem trúnaðarmönnum, starfsmönnum og forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar hefur staðið til boða.

 Lesa meira


Eðvarð Afturhaldsmaður
Eðvarði þóttu hlutirnir vera einfaldari í þá gömlu góðu daga. Jólaandinn var ávallt góður á kontór Sambandsins, og voru 13 tíma vinnudagar ómissandi í aðdraganda jólanna. Formaðurinn launaði svo starfsfólki vinnugleðina með vænum legg af Sambandshangikjéti.

Lesa meira

Febrúar 2016

Forsetabréf - Öldrunarþjónusta í skötulíki - smánarblettur á íslensku samfélagi 
Mikil og vaxandi umræða hefur verið innan Alþýðusambandsins undanfarið um stöðu öldrunarþjónustunnar í landinu. Stöðugt berast fréttir af löngum biðlistum, skerðingu á þjónustu, miklum fjárhagsvanda hjúkrunar- og dvalarheimila og vaxandi álagi á starfsmenn þessara stofnana vegna undirmönnunar og niðurskurðar.

Lesa meira


Hvert stefnir í málefnum aldraðra?
Hjúkrunarheimilin hafa lengi búið við rekstrarvanda. Verði ekki gripið til róttækra aðgerða mun ástandið versna til muna því samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands (miðspá) fyrir árin 2016 - 2066 fjölgar mikið í hópi aldraðra (67 ára og eldri).

Lesa meira


ASÍ 100 ára og þér er boðið í tónlistarveislu
Alþýðusamband Íslands verður 100 ára þann 12. mars nk. og býður af því tilefni til sannkallaðra stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu auk tónleika á Akureyri, Ísafirði og Neskaupstað.

Lesa meira


Eðvarð afturhaldsmaður
„Þetta er árás á mig og mína fjölskyldu!“ hugsaði Eðvarð er hann kveikti á kvöldfréttunum og sá fréttina um endurskoðun kjarasamnings á grundvelli svokallaðs „SALEM samkomulags“ enda grunaði hann að þetta myndi eyðileggja enn eina Flórída ferðina.

Lesa meira

Mars 2016

Forsetabréf - Þörf á brýnum úrræðum í húsnæðismálum
Alþýðusambandið hefur alla tíð barist fyrir úrræðum í húsnæðismálum tekjulágra fjölskyldna og einstaklinga. Verkamannabústaðakerfið var lagt niður í upphafi þessarar aldar og síðan hefur ASÍ því miður talað um þessi mál fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna.

Lesa meira


Leiguhúsnæði álitin skammtímalausn
Sú staða er uppi á húsnæðismarkaði að fá eða engin úrræði eru í boði fyrir tekjulágar fjölskyldur. Stór hluti þessa hóps býr við allt of háan húsnæðiskostnað og viðvarandi óöryggi um stöðu sína á húsnæðismarkaði. Leiguhúsnæði hefur alla jafnan verið álitin skammtímalausn fremur en varanlegt húsnæðisúrræði þar sem séreignastefnan hefur lengsta af verið ríkjandi hér á landi.

Lesa meira


Ofbeldi sprottið úr misbeitingu valds
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars var haldinn hádegisverðarfundur á Grand hótel sem bar yfirskriftina „Örugg í vinnunni?“. Þrjú áhugaverð erindi voru haldin. Í einu þeirra var meðal annars fjallað um kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnumarkaði út frá hugmyndum um kynbundið vald þar sem ofbeldi hvers konar sé sprottið úr misbeitingu valds.

Lesa meira


Eðvarð afturhaldsmaður
Eðvarð var búinn að vera í basli undanfarna daga á flestum vígstöðum. Heima fyrir var hann að klára páskana með tilheyrandi kjöt- og sykurneyslu. Jenever lagerinn hans var tómur en þetta niðurlenska undrameðal var stundum það eina sem hélt honum gangandi. Hvað reksturinn varðar gekk hótelið ekki sem skyldi.

Lesa meira

Maí 2016

Forsetabréf – Vonbrigði með fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021
Miðstjórn ASÍ sendi frá sér harðorða gagnrýni á þá forgangsröðun sem boðuð er í ríkisfjármálum á næstu árum og fram kemur í þingsályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021. Í þessari áætlun er hvorki að finna merki þess að efnahagsstefna stjórnvalda til næstu ára muni treysta efnahagslegan stöðugleika né undirbyggja félagslega velferð og aukinn jöfnuð í samfélaginu

Lesa meira


Taka þarf upp auðlegðarskatt að nýju
Í fjármálaáætluninni birtast vísbendingar um hvernig stjórnvöld hyggjast nýta opinber fjármál til að forgangsraða verkefnum og skipta byrðum í samfélaginu næstu árin. Ljóst er að sú stefna sem sett er fram viðheldur þeirri vegferð sem stjórnvöld hafa verið á við að auka misskiptingu og veikja innviði velferðarsamfélagsins.

Lesa meira


Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu þarf að lækka um allt að 50%
Kjarasamningar voru undirritaðir í maí 2015 á þeim forsendum að ríkisstjórn myndi beita sér fyrir lækkun húsnæðiskostnaðar hjá tekjulægstu hópunum. Þetta yrði gert með hækkun húsaleigubóta og uppbyggingu á nýju leiguíbúðakerfi. Hvorugt hefur hins vegar enn komist til framkvæmda og er staðan á húsnæðismarkaði orðin grafalvarleg.

Lesa meira


Eðvarð afturhald VI
Eðvarð var uppfullur af orku og gleði eftir að hafa gert sér ferð í bæinn. Það var ekki oft sem hann kom núorðið til Reykjavíkur. Stóri ameríski drekinn fór ekki vel innan um allar þessar þrengingar sem voru á ábyrgð spjátrunganna í ráðhúsinu sem ýmist skálduðu eigin eftirnöfn eða kenndu sig við móður sína.

Lesa meira

Fréttabréf Hagdeildar Júlí 2016

Fæðingartíðni aldrei verið lægri en árið 2015
Hagstofan birti tölur um fæðingar og frjósemi í síðasta mánuði. Samanborið við nágrannalönd okkar hefur frjósemi löngum verið há á Íslandi en alls fæddust 4.129 börn á Íslandi á síðasta ári, þar af 2.119 drengir og 2.010 stúlkur. Meðalaldur kvenna við fyrstu barneign hefur hækkað úr 22 árum um miðjan níunda áratuginn í 27,4 ár í fyrra.

Lesa meira


Ný könnun um viðhorf leigjenda til húsnæðismarkaðarins
Félags- og húsnæðismálaráðherra lét Gallup framkvæma könnun síðla árs 2015 þar sem gert var grein fyrir viðhorfi fólks til stöðu sinna á húsnæðismarkaði. Þar kom í ljós að hagur leigjenda hefur farið mjög versnandi undanfarin ár.

Lesa meira


Ekkert lát á hækkun húsnæðisverðs
Vísitala íbúðaverðs nam 459,8 stigum í apríl mánuði og hækkaði um 0,7% milli mánaða. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka í takt við þróun undanfarinna ára og hækkaði um 8,5% milli ára og hefur hækkað um meira en helming frá árinu 2010.

Lesa meira


Umsvif á fyrsta ársfjórðungi gefa til kynna kröftugan hagvöxt
Nýlegar tölur Hagstofunnar um landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi eru í takt við væntingar greiningaraðila sem flestir hafa birt spár sínar um þróun efnahagsmála á síðustu vikum. Töluverður samhljóður er á meðal þeirra og ljóst að væntingar eru um kraftmikinn hagvöxt byggðan á aukinni innlendri eftirspurn ásamt áframhaldandi fjölgun ferðamanna.

Lesa meira


Langvarandi fjársvelti heilbrigðiskerfisins - Ný skýrsla hagdeildar
Í nýrri skýrslu sem hagdeild ASÍ hefur sent frá sér kemur fram að útgjöld til heilbrigðismála hér á landi hafa aukist mun hægar en í nágrannalöndum og litlu fé er varið til uppbyggingar í innviðum kerfisins. Heilbrigðisútgjöld uxu hlutfallslega lítið á uppsveiflu árunum 2005-2009, mun minna en í nágrannalöndum og drógust svo hlutfallslega mikið saman á árunum eftir hrun.

Lesa meira

Janúar 2017

Lestu fréttabréf ASÍ

Innbyggður forsendubrestur í fjárlögum

Síðasta ríkisstjórn skildi eftir sig opna deilu við verkalýðshreyfinguna um nauðsynlegt jafnvægi milli félagslegs- og efnahagslegs stöðugleika. ASÍ og BSRB höfnuðu á þeim grunni að skipa fulltrúa í Þjóðahagsráð og situr þar því enginn fulltrúi launafólks. Ný ríkisstjórn getur stigið inn í þessa deilu með markvissum hætti og lagt upp í samtal við vinnumarkaðinn um breyttar áherslur í nýrri ríkisfjármálaáætlun, þar sem velferðin er sett í forgang. Lestu meira
Gjaldskrár leikskóla hækka enn eitt árið
Öll stærstu sveitarfélög landsins nema Mosfellsbær hafa hækkað leikskólagjaldskrár sínar frá því í upphafi árs 2017 að því er fram kemur í nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Lesa meira 
Leiðréttingin jók ójöfnuð
Skýrsla sem fjármála- og efnahagsráðherra lagði fyrir Alþingi í síðustu viku staðfestir í raun flestar þær áhyggjur sem uppi voru um fyrirkomulag húsnæðislána leiðréttingarinnar.
Verðlag lækkaði um 0,57% í janúar
Lækkun á verðlagi í janúar er einkum tilkomin vegna útsöluáhrifa og lækkana á verði nýrra bíla og flugfargjalda. Lesa meira
Alþýðusamband Íslands,  Guðrúnartúni 1
5355600|asi@asi.isasi.is
Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista

Febrúar 2017

*|MC:SUBJECT|*

Lestu fréttabréf ASÍ

Innbyggður forsendubrestur í fjárlögum

Síðasta ríkisstjórn skildi eftir sig opna deilu við verkalýðshreyfinguna um nauðsynlegt jafnvægi milli félagslegs- og efnahagslegs stöðugleika. ASÍ og BSRB höfnuðu á þeim grunni að skipa fulltrúa í Þjóðahagsráð og situr þar því enginn fulltrúi launafólks. Ný ríkisstjórn getur stigið inn í þessa deilu með markvissum hætti og lagt upp í samtal við vinnumarkaðinn um breyttar áherslur í nýrri ríkisfjármálaáætlun, þar sem velferðin er sett í forgang. Lestu meira
Er ykkur alvara?
Árið 1961 voru fyrst sett lög um launajöfnuð  karla og kvenna. Fimmtán árum síðar, árið 1976, voru fyrst sett lög um jafnrétti kynjanna. Þau eru hins vegar þverbrotin bendir Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, á.
Lesa meira
7,1 milljón starfa gætu tapast
Það er ekki að ástæðulausu að vaxandi fjöldi ríkja framkvæmir með reglubundnum hætti kortlagningu á stöðu vinnumarkaðar til framtíðar. Unnið er að greiningar tillögum fyrir íslenskan vinnumarkað.
Lesa meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
Víða um heim þann 8. mars á ári hverju taka konur sig saman og minna á að ennþá er verk að vinna í jafnréttisbaráttunni. Hér á landi er boðað til fundar bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Lesa meira
Alþýðusamband Íslands,  Guðrúnartúni 1
5355600|asi@asi.isasi.is
Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista

Mars 2017

Lestu fréttabréf ASÍ

Styrkja þarf félagslegt og fjárhagslegt öryggi

Á sama tíma og stöðugar fréttir berast af uppgangi og hagsæld í efnahagslífinu er ljóst að mikill fjöldi fólks býr við fátækt í okkar samfélagi og hefur umræða um þessa miklu meinsemd skotið upp kollinum undanfarið, bendir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á. Lesa meira.
Ingibjörg Ósk kjörin nýr varaforseti ASÍ
Ingibjörg Ósk Birgisdóttir var í dag einróma kjörin nýr varaforseti Alþýðusambands Íslands á fundi miðstjórnar sambandsins. Hún tekur sæti Ólafíu B. Rafnsdóttur fyrrverandi formanns VR.
Lesa meira.
Kostnaðarþak sjúklinga of hátt
ASÍ mótmælir of háu kostnaðarþaki í greiðsluþátttöku sjúklinga. Í máli heilbrigðisráðherra kom fram að kostnaðarþakið yrði á bilinu 50 til 70 þúsund á ári.  ASÍ kallar eftir því að staðið verði við fyrirheit um 50 þúsund kr. þak. 
Lesa meira.
Fundur kvennanefnda SÞ
Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna var haldinn dagana 13. – 24. mars s.l. í höfuðstöðvum samtakanna í New York undir yfirskriftinni „Efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði.“
Lesa meira.
Alþýðusamband Íslands,  Guðrúnartúni 1
5355600|asi@asi.isasi.is
Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista

Apríl 2017

Lestu fréttabréf ASÍ

Styrkja þarf félagslegt og fjárhagslegt öryggi

Á sama tíma og stöðugar fréttir berast af uppgangi og hagsæld í efnahagslífinu er ljóst að mikill fjöldi fólks býr við fátækt í okkar samfélagi og hefur umræða um þessa miklu meinsemd skotið upp kollinum undanfarið, bendir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á. Lesa meira.
Ingibjörg Ósk kjörin nýr varaforseti ASÍ
Ingibjörg Ósk Birgisdóttir var í dag einróma kjörin nýr varaforseti Alþýðusambands Íslands á fundi miðstjórnar sambandsins. Hún tekur sæti Ólafíu B. Rafnsdóttur fyrrverandi formanns VR.
Lesa meira.
Kostnaðarþak sjúklinga of hátt
ASÍ mótmælir of háu kostnaðarþaki í greiðsluþátttöku sjúklinga. Í máli heilbrigðisráherra kom fram að kostnaðarþakið yrði á bilinu 50 til 70 þúsund á ári.  ASÍ kallar eftir því að staðið verði við fyrirheit um 50 þúsund kr. þak. 
Lesa meira.
Fundur kvennanefnda SÞ
Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna var haldinn dagana 13. – 24. mars s.l. í höfuðstöðvum samtakanna í New York undir yfirskriftinni „Efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði.“
Lesa meira.
Alþýðusamband Íslands,  Guðrúnartúni 1
5355600|asi@asi.isasi.is
Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista

Maí 2017

Lestu fréttabréf ASÍ

Keðjuábyrgð – mikilvægt skref í rétta átt

Alþýðusamband Íslands hefur á síðustu árum lagt mikla og vaxandi áherslu á að hér á landi verði tekin upp keðjuábyrgð (samábyrgð) á vinnumarkaði. Að mati samtakanna er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir launafólk, auk þess sem keðjuábyrgð á að skapa hér á landi heilbrigðari vinnumarkað sem gagnast öllu starfsfólki og heiðarlegum fyrirtækjum. Lesa meira.
Vel heppnaður ungliðafundur SGS
Starfsgreinasamband Íslands stóð fyrir velheppnuðum ungliðafundi. Dagskráin var fjölbreytt og umræður líflegar. Umræðuefni eins og kjarasamningar unga fólksins og húsnæðismál voru þar efst á baugi.
Lesa meira.
Fordæmir hótanir forsvarsmanns Primera Air 
Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög þess standa einhuga að baki formanni FFÍ og þeim aðgerðum sem félagið fer fyrir. Fáist flugfélagið ekki til viðræðna um kaup og kjör flugfreyja og flugþjóna um borð í vélum félagsins vegna þeirra sem starfa sem unnin eru á Íslandi.   
Lesa meira.
12.000 færri fá barnabætur 
Markmið stjórnvalda hefur um nokkurt skeið verið að „einfalda“ barnabótakerfið, með því að þrengja þann hóp sem kerfið nær til. ASÍ gagnrýnir áform stjórn­valda um að draga úr stuðningi við barna­fjöl­skyld­ur í formi barna­bóta.
Lesa meira.
Alþýðusamband Íslands,  Guðrúnartúni 1
5355600|asi@asi.isasi.is
Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista

September 2017

Lestu fréttabréf ASÍ

Í sömu sporum ári síðar

Í aðdraganda síðustu kosninga sendi Alþýðusambandið frá sér áskorun til stjórnmálaflokkanna um áherslur í velferðarmálum til að treysta hinn félagslega stöðugleika. Skemmst er frá því að segja að nú ári síðar stöndum við í sömu sporum og ítrekar ASÍ áskorun sína til þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis.
Lesa meira.
Skattastefna gegn félagslegum stöðugleika
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir að útgjöld til bæði barnabóta og vaxtabóta dragist saman, barnabætur um 2% og vaxtabætur um heil 35%.
Lesa meira.
Stöðvum kennitöluflakk
Alþýðusamband Íslands hefur lengi gagnrýnt andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð löggjafans og stjórnvalda gagnvart kennitöluflakki. Fullyrða má að þetta athæfi kosti íslenskt samfélag a.m.k. milljarða króna á ári.
Lesa meira.
Komum heil heim úr vinnunni
ASÍ heldur Málþing um vinnuvernd á hótel Natura Reykjavík, föstudaginn 29. september milli kl. 9 og 12. 
Málþingið er öllum opið. 
Lesa meira.
Alþýðusamband Íslands,  Guðrúnartúni 1
5355600|asi@asi.isasi.is
Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista

Október 2017

Lestu fréttabréf ASÍ

Nýkjörins þings bíða brýn verkefni

Nú þegar stjórnarmyndunarviðræður eru að hefjast er rétt að árétta að verkalýðshreyfingin hefur deilt við fráfarandi stjórnvöld um raunverulegt inntak hugtaksins ,,stöðugleiki‘‘. Alþýðusambandið hefur gert kröfu um að jafnvægi verði á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika.
Lesa meira.
Stöðva verður brotastarfsemi á vinnumarkaði
Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum mánuðum og misserum orðið áskynja um vaxandi brotastarfsemi sem beinist gegn erlendu launafólki. Birtingarmyndirnar eru marga og í verstu tilfellum verður ekki annað séð en að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Lesa meira.
Hugleiðingar um hag heimila og jöfnuð
Fækkað hefur í hópi þeirra sem njóta vaxta- og barnabóta. Miðað við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í fjármálaáætlun 2018–2022 stendur til að þrengja þann hóp enn frekar og auka þar með enn á skattbyrðina.
Lesa meira.
Menntun og færni á vinnumarkaði
ASÍ,Vinnumálastofnun, Hagstofa Íslands og SA standa fyrir ráðstefnu um menntun og færni á vinnumarkaði 9. nóvember næstkomandi. Erlendir sérfræðingar í fremstu röð í færnispám fara yfir þær aðferðir sem beitt er í heimalöndum þeirra og annarsstaðar í Evrópu.
Lesa meira.
Alþýðusamband Íslands,  Guðrúnartúni 1
5355600|asi@asi.isasi.is
Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista

Nóvember 2017

Lestu fréttabréf ASÍ

Aukin áhersla á skammtímaráðningar

Sú áskorun sem felst í 4. iðnbyltingunni, gervigreindinni og sjálfvirknivæðingunni, einkum þær breytingar sem eru að verða á eðli ráðningasambands einstakra launamanna og fyrirtækjanna er ný af nálinni og að sumu leyti flóknari en við höfum staðið frammi fyrir áður.
Lesa meira.
Ráðstefna um menntun og færni á vinnumarkaði 
Ísland er eitt af fáum ríkjum í Evrópu sem ekki spá fyrir um færniþörf á vinnumarkaði með kerfisbundnum hætti. Sérfræðingahópur stefnir á að skila tillögum um hvernig taka megi upp sambærilegt spáferli hér á landi fyrir árslok.  Lesa meira.
Rjúfum þögnina! 
Samtök launafólks á vinnumarkaði kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Lesa meira.
Stéttabarátta á tækniöld
Ráðstefnan Framtíð vinnunnar var haldin í Stokkhólmi 14. nóvember síðastliðinn. Þar var rætt um þær áskoranir sem verkalýðsfélög standa frammi fyrir. Í stuttu máli, hvernig getum við tryggt góð störf, öryggi og réttindi starfsfólks í starfrænni framtíð?
Lesa meira.
Alþýðusamband Íslands,  Guðrúnartúni 1
5355600|asi@asi.isasi.is
Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista

Janúar 2018

Lestu fréttabréf ASÍ

Samskipti stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, hefur frá því að hún tók við embætti staðið fyrir samtali við fulltrúa launafólks, atvinnurekenda og sveitarfélaga og freistað þess að auka traust í samskiptum þessara aðila. Ljóst er að undanfarin misseri hafa samskiptin einkennst af togstreitu og vantrausti.  
Lesa meira.
Samtal við #metoo konur – Hvað getum við gert?
Heildarsamtök launafólks og Kvenréttindafélag Íslands bjóða #metoo konum til samtals um næstu skref byltingarinnar. Fundurinn verður 10. febrúar næstkomandi milli klukkan 10 og 14 á Hótel Natura í þingsal 2.
Lesa meira.
Starfs- og fjárhagsáætlun ASÍ
Árið 2018 verður viðburðarríkt hjá ASÍ. Starfs- og fjárhagsáætlun er nú aðgengileg á heimasíðunni og má þar fræðast um þau verkefni sem liggja fyrir á árinu. 
Lesa meira.
Hvað eru stéttarfélögin að gera? 
ASÍ-UNG efnir til pallborðsumræðu um áhrif #metoo byltingarinnar innan vinnumarkaðarins og aðgerðir stéttarfélaga í þeim málum, þriðjudaginn 6. febrúar kl.20.00 í Stúdentakjallaranum. 
Lesa meira.
Alþýðusamband Íslands,  Guðrúnartúni 1
5355600|asi@asi.isasi.is
Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista


This email was sent to *|EMAIL|*
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
*|LIST:ADDRESSLINE|*

*|REWARDS|*

Febrúar 2018

*|MC:SUBJECT|*

Lestu fréttabréf ASÍ

Kjarasamningum ekki sagt upp 

Formannafundur ASÍ sem haldinn var í dag, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum. 57% formanna aðildarfélaga ASÍ vildu ekki segja upp kjarasamningum.
Lesa meira.
Baráttan fyrir réttlæti í evrópska fluggeiranum
Lággjaldaflugfélögin hafa leitast eftir skjóli vegna óljóss regluverks og margbreytilegs eðlis fluggeirans til að greiða starfsfólki sínu smánarlega léleg laun. Laun sem fela ekki eingöngu í sér brot á réttindum viðkomandi einstaklinga heldur einnig gróf félagsleg undirboð.
Lesa meira.
Nýjar áskoranir á vinnumarkaði
Ný skýrsla hagdeildar ASÍ um vinnumarkaðinn verður gefin út í lok vikunnar. Skýrslan varpar til dæmis ljósi á hvernig aukin fjölbreytni ráðningarsambanda hefur aukið á flækjustig lagalegrar umgjörðar vinnumarkaðarins.
Lesa meira.
Kynjaþing og jafnréttisráðstefna 
Af nægu er að taka á sviði jafnréttismála í mars en Kvenréttindafélag Íslands mun blása til Kynjaþings laugardaginn 3. mars og félags- og jafnréttismálaráðherra hefur boðað til jafnréttisþings dagana 7. og 8. mars.
Lesa meira.
Alþýðusamband Íslands,  Guðrúnartúni 1
5355600|asi@asi.isasi.is
Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista


This email was sent to *|EMAIL|*
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
*|LIST:ADDRESSLINE|*

*|REWARDS|*

Apríl 2018

*|MC:SUBJECT|*

Lestu fréttabréf ASÍ

Hættum að laga konur - lögum samfélagið

Stéttarfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld þurfa að bregðast við #metoo umræðunni og grípa tafarlaust til aðgerða. Þetta er niðurstaða fjölmenns fundar #metoo kvenna sem bandalög stéttarfélaga og Kvenréttindafélag Íslands stóðu fyrir nýverið.
Lesa meira.
Öflugra aðgerða er þörf - ábyrgðin er allra
Aðildarfélög Alþýðusambands Íslands hafa fengið á sitt borð fjölda brota atvinnurekenda á erlendum starfsmönnum, sem eru jaðarsettir í samfélaginu og háðir atvinnurekendum sínum með fæði og húsnæði.
Lesa meira.
Breytingar á vinnumarkaði - eru borgaralaun svarið?
Á undanförnum árum hefur nýtt líf færst í umræðuna um borgaralaun vegna vaxandi misskiptingar auðs, aukins atvinnuleysis og minna atvinnuöryggis sem fylgir fjölgun óhefðbundinna starfa vegna starfrænu byltingarinnar.
Lesa meira.
Samkomulag ASÍ og SA um starfsmannaleigur
Starfsmannaleigur og notendafyrirtæki þurfa að vera meðvituð um skyldur sínar gagnvart starfsmönnum. Fyrr í mánuðinum skrifuðu ASÍ og SA undir samkomulag að axla sameiginlega ábyrgð um eftirlit. 
Lesa meira.
Alþýðusamband Íslands,  Guðrúnartúni 1
5355600|asi@asi.isasi.is
Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista


This email was sent to *|EMAIL|*
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
*|LIST:ADDRESSLINE|*

*|REWARDS|*