Um ASÍ

25. mars 2013

Verðsamanburður á páskaeggjum 2012 - 2013

Verð páskaeggja sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði 20. mars sl. hefur breyst töluvert frá því í fyrra. Þrjár af sex verslunum hafa hækkað verðið á milli ára en hjá Samkaupum–Úrvali hefur verð eggjanna lækkað í verði.

Verð á eggjum hefur hækkað í verslunum Bónus, Nettó og Fjarðarkaupum. Mesta hækkunin er hjá Fjarðarkaupum um 27% á Síríus Konsum páskaeggi nr. 4. úr 1.198 kr. í 1.525 kr. og svo hjá Nettó um 25% á Freyju draumaeggi nr. 9. úr 1.998 kr. í 2.498 kr. Mest hækkar Síríus Konsum páskaegg nr. 4. og Góu lakkrís páskaegg nr. 4. um 9% hjá Bónus.

Hjá Samkaupum–Úrvali hefur verð páskaeggjanna oftast lækkað. Mesta lækkunin er 12% á Freyju páskaeggi nr. 2. úr 599 kr. í 525 kr. Verð eggjanna hefur sveiflast töluvert í verslunum Krónunnar eða um 1-13% og hjá Hagkaupum hefur verð páskaeggjanna lítið breyst þrátt fyrir smávæginlegar verðbreytingar og einstöku lækkanir.

Borin eru saman númer eggja ekki þyngd þeirra, en benda má á að flest eggin frá Nóa Síríus eru örlítið léttari í ár en í fyrra.

Sjá nánar samanburð í töflu

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á páskaeggjum þann 26.3.2012. og 20.3.2013. Samanburðurinn er gerður í eftirfarandi verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaupum,  Fjarðarkaupum og Samkaupum - Úrval.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

Twitter Facebook
Til baka