25. mars 2013

Neytendur láta í sér heyra

Neytendur hafa svo sannarlega tekið vel áskorunninni um að vera á verði og hafa á undanförnum vikum sent inn fjölda ábendinga um verðhækkanir fyrirtækja og stofnanna inn á síðuna vertuáverði.is. Reynir Ásgeirsson Kópavogsbúi á þó alveg sérstakt hrós skilið fyrir sitt framtak en hann tók sig til og gerði viðamikla verðkönnun í matvöruverslunum fyrr í mánuðinum.

Í samtali við Mbl. segir Reynir m.a.: „Kveikjan var sú að Verkalýðsfélag Akraness blés ásamt öðrum aðildarfélögum innan ASÍ til átaks gegn verðhækkunum. Almenningur var hvattur til að vera á varðbergi undir kjörorðinu Vertu á verði og hjálpa þannig til við að rjúfa vítahring verðbólgunnar. „Ég tók þessari áskorun einfaldlega.“
 
Við þökkum Reyni fyrir þetta frábæra framtak sem er neytendum hvatning til að halda áfram að beita samtakamætti sínum og veita söluaðilum verðugt aðhald. 
 
 

Twitter Facebook
Til baka