20. desember 2018

Verðbólgan í desember 3,7%

Hagstofa Íslands sendi í dag frá sér nýjar verðbólgutölur sem sýna 12 mánaða verðbólgu komna í 3,7%. Er það hækkun um 0,74% frá nóvember. Helstu orsakavaldar eru hækkun á mat og drykkjarvörum um 1% (áhrif á vísitöluna 0,11%). Verð á nýjum bílum hækkaði um 1,7% (0,15%), flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 25,1% (0,27%) og verð á bensíni og olíum lækkaði um 3,2% (-0,11%).

Verðbólgan nú í desember er sú mesta sem mælst hefur síðan í desember 2013 en þá var hún 4,2%. Verðbólgan í desember 2017 var 1,7%.

Twitter Facebook
Til baka