Um ASÍ

22. janúar 2010

Veik réttarstaða við nauðungarsölur á Íslandi

Viðtal í Silfri Egils Helgasonar s.l. sunnudag við Svein Óskar Sigurðsson um nýtt rit hans um verðmyndun í nauðungarsölu og um réttarstöðu skuldara var athyglivert. Í ritinu leggur Sveinn til að  Alþingi fresti frekari uppboðum fasteigna á meðan réttarfarsnefnd endurskoðar nauðungarsölulög nr. 90/1991 og bæti réttarstöðu skuldara.

ASÍ hefur frá hruninu haustið 2008 lagt til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðfara-, nauðungaruppboðs-,gjaldþrota- og innheimtulögum með það fyrir augum að bæta réttarstöðu skuldara og draga úr óhóflegum innheimtukostnaði. Talað hefur verið fyrir daufum eyrum en tillit hefur verið tekið til hluta þeirra tillagna. Ennþá er réttarstaða skuldara þó með öllu óviðunandi. Í riti Sveins kemur fram, að fasteignir seljist á nauðungaruppboðum langt undir fasteignamatsverði með tilheyrandi tjóni fyrir skuldara sem oftar en ekki situr uppi með stóran skuldabagga eftir að heimilið hefur verið selt ofan af honum. Þessar niðurstöður Sveins Óskars styrkja þann málflutning ASÍ, að þörf sé róttækra lagabreytinga á þessu sviði.

Nauðungarsölur á Íslandi ( rit Sveins Óskars í heild sinni )

Twitter Facebook
Til baka