Um ASÍ

02. nóvember 2018

Starfsfólk Afls heimsækir skrifstofu ASÍ

Dagana 2. og 3. nóvember er starfsfólk- og stjórnarmenn Afls-starfsgreinafélags í fræðsluferð í höfuðborginni en ferðin er sambland af fróðleik og skemmtun. Hópurinn fær m.a. fræðslu hjá ASÍ auk þess að heimsækja Eflingu og Virk eins og sjá má á meðfylgjandi dagskrá. Þessu framtaki ber að fagna en starfsfólk Einingar-Iðju kom í svipaða ferð í vor og rétt að hvetja önnur stéttarfélög til að feta í fótspor félaga okkar að norðan og austan og kíkja í heimsókn.

2. nóvember:
10:30 Kynning á starfsfólki ASÍ og AFLs
11:00 Heimsókn til Eflingar
12:00 Hádegismatur ASÍ
12:30 ASÍ í sögulegu samhengi – Halldór Grönvold
14:00 Heimsókn til Virk
15:00 Kaffi ASÍ
15:30 Hvernig verður vinnumarkaðurinn eftir 20 ár? – Róbert Farestveit og Halldór Oddsson (Sif/Ásta - hafa kaffi í Bárubúð)
16:30 Pub quiz og hanastél

3. nóvember:
10:00 Morgunkaffi
10:15 Samskipti/hópefli – Sigurlaug Gröndal
12:00 Heimferð

Twitter Facebook
Til baka