Um ASÍ

31. október 2017

Menntun og færni á vinnumarkaði

ASÍ, Vinnumálastofnun, SA og Hagstofa Íslands standa fyrir ráðstefnu um menntun og færni á vinnumarkaði. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar í fremstu röð í færnispám frá Bretlandi, Svíþjóð og Írlandi fara yfir þær aðferðir sem beitt er í heimalöndum þeirra og annarsstaðar í Evrópu. Á Íslandi hefur ekki verið unnið markvisst að gerð færnispár og eru Íslendingar þar af leiðandi eftirbátar nágrannaþjóða í heildarstefnumótun m.t.t. þróunar færni, menntunar og vinnumarkaðar.

Ráðstefnan verður haldin á Hilton Hótel Reykjavík Nordica þann 9. nóvember kl. 8.10 – 10.30 og er öllum opin. 

Skráning á ráðstefnuna er á vef Vinnumálastofnunar

Dagskrá:

08.10-08.30 Skráning og kaffi

08.30-08.40 Setning ráðstefnu og inngangsorð um þörf fyrir færnigreiningu vinnuafls og þróun starfa

Þorsteinn Víglundsson, velferðarráðherra

08.40-09.05 Færnigreining á vinnumarkaði: Staða mála og horfur fyrir Ísland

Skills supply and demand and skills mismatch: Situation and outlook in Iceland

Rob Wilson, Prófessor við Warwick háskóla í Bretlandi

09.05-09.25 Spá um færniþörf í Svíþjóð – notkun skráargagna

The case of Sweden: Projections of skills needs and the use of register data

Karin Grunewald, sérfræðingur á Hagstofu Svíþjóðar

09.30-09.50 Greining á færniþörf á Írlandi með samþættum aðferðum

The Systematic Identification of Skills Needs in Ireland – an Integrated Approach

John McGrath, hagfræðingur við Solas – Sí- og endurmenntunarstofnun Írlands

09.50-10.30 Pallborðsumræður. Þátttakendur:

             Ari Kristinn Jónsson, rektor HR 

             Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands

             Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

             Rob Wilson, prófessor við Warwick háskóla

             Þorsteinn Víglundsson, velferðarráðherra

             Stjórnandi: Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR

Twitter Facebook
Til baka