Um ASÍ

02. apríl 2019

Gerð nýs kjarasamnings langt komin

Eftir langan samningafund í karphúsinu í gær sendi ríkissáttasemjari frá sér eftirfarandi tilkynningu á öðrum tímanum í nótt:

"Uppúr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að standa til 1. nóvember 2022.

Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda aðila en það verður nánar útfært af samningsaðilum í dag og kynnt í kjölfarið."

Twitter Facebook
Til baka