Um ASÍ

01. febrúar 2019

Framtíð vinnunnar - ráðstefna í Hörpu

Í samstarfi Norrænu ráðherranefndarinnar og Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) verður ráðstefnan, Framtíð vinnunnar, haldin í Reykjavík 4. og 5. apríl 2019.

Árið 2017 skipaði framkvæmdastjóri ILO sérstaka alþjóðlega nefnd um framtíð vinnunnar. Verkefni hennar var að gera ítarlega rannsókn á framtíð vinnunnar þannig að sú rannsókn gæti verið leiðsögn um hvernig best mætti stuðla að félagslegu réttlæti á 21. öldinni. Skýrsla nefndarinnar var birt 22. janúar 2019 en niðurstöður hennar verða eitt af málefnum ráðstefnunnar.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og einn af tveimur formönnum nefndarinnar hefur verið boðið að kynna niðurstöður hennar á ráðstefnunni. Á svipuðum tíma setti ráðherranefndin í gang rannsóknarverkefni um sama efni og verða fyrstu niðurstöður þess verkefnis einnig kynntar.

Öðrum degi verður sérstaklega fjallað um málefni sem tengjast kynjajafnrétti í heimi atvinnulífs og í nánu sambandi við jafnréttisþing Sameinuðu þjóðanna.

Áætlunin er að niðurstöður og lykilskilaboð ráðstefnunnar hafi áhrif á stefnumótun stjórnvalda og verði innlegg í umræður um framtíðarhlutverk ILO í breyttum auk þess að hafa áhrif stefnumótun og störf annarra alþjóðlegra stofnana og samtaka. Aðalframkvæmdastjóri ILO hefur þekkst boð um þátttöku en jafnframt er að vænta þátttöku háttsettra einstaklinga úr stjórnmálum, stjórnsýslu og fræðasamfélaginu. Ráðstefnan er öllum opin og fer fram á ensku með samtíma túlkun.

Sjá nánar um ráðstefnuna

Skráning

Twitter Facebook
Til baka