Um ASÍ

26. mars 2013

Forseta Íslands afhent eintak af sögu ASÍ

Forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, var í dag afhent áritað eintak af sögu ASÍ sem kom út fyrr í þessum mánuði í tveimur bindum. Það voru Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Signý Jóhannesdóttir varaforseti, Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur og höfundur verksins auk Halldórs Grönvold formanns ritnefndar sem tóku hús á forseta lýðveldisins í tilefni dagsins.

 

Twitter Facebook
Til baka