Um ASÍ

11. mars 2019

Efling samþykkir frekari verkfallsboðnir

Talningu í atkvæðagreiðslu um verkföll hjá tilgreindum hópum félagsmanna í Eflingu lauk á sunnudag. Félagsmenn Eflingar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða boðun verkfalla meðal starfsfólks á hótelum, í rútufyrirtækjum og hjá Almenningsvögnum Kynnisferða.

Af 1263 greiddum atkvæðum í öllum 7 atkvæðagreiðslunum voru 1127 sem samþykktu boðanir, 103 greiddu atkvæði gegn og 33 tóku ekki afstöðu. Um 92% þeirra sem afstöðu tóku samþykktu því verkfallsboðanirnar þegar allar atkvæðagreiðslurnar eru lagðar saman.

Á kjörskrá voru samtals 1710 einstaklingar. Heildarkjörsókn nam um 35% og náði í öllum tilfellum 20% lágmarks þátttökuþröskuldi.

Twitter Facebook
Til baka