Fréttasafn

29. ágúst 2014

ASÍ-UNG þing í september (1)

Þriðja þing ASÍ-UNG verður haldið 12. september nk. undir yfirskriftinni „Samfélag fyrir alla ... líka unga fólkið“.

27. ágúst 2014

3,3% atvinnuleysi í júlí

Atvinnuleysi mældist 3,3% í júlímánuði samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þá voru 6400 einstaklingar að jafnaði án atvinnu.

27. ágúst 2014

Verðbólgan í ágúst 2,2%

Vísitala neysluverðs í ágúst 2014 hækkaði um 0,24% frá fyrra mánuði og er verðbólgan nú 2,2%. Hún mælist undir verðbólgumarkmiði sjöunda mánuðinn í röð.

22. ágúst 2014

Eymundsson hækkar verð á nýjum skólabókum milli ára

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á nýjum skólabókum í 6 bókabúðum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag. Við samanburð á sambærilegri könnun sem gerð var í fyrra kemur í ljós að verð á þeim rúmlega tuttugu titlum sem bornir voru saman hefur ...

21. ágúst 2014

Allt að 46% verðmunur á skólabókum

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla í bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag.

20. ágúst 2014

Nýr framkvæmdastjóri NFS fundar með alþjóðanefnd

Svíinn Magnus Gissler var fyrr í sumar ráðinn nýr framkvæmdastjóri Norræna verkalýðssambandsins (NFS) en Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fer með formennsku í sambandinu þessi misserin fyrir hönd Íslands.

20. ágúst 2014

SGS höfðar mál vegna „heimatilbúins hráefnisskorts“

Starfsgreinasamband Íslands hefur höfðað mál f.h. Framsýnar stéttarfélags gegn Vísi hf. fyrir Félagsdómi þar sem þess er krafist að viðurkennt verði að rekstrarstöðvun sem Vísir hf. boðaði þann 1. apríl sl. hafi falið í sér brot á kjarasamning...

20. ágúst 2014

Enn aukast álögur á sjúklinga

Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir rannsóknir og sérfræðilæknisþjónustu hækkaði óvænt þann 7. júlí síðastliðinn. Hækkunin kemur í kjölfar mikilla hækkana á heilbrigðisþjónustu í upphafi þessa árs.

15. ágúst 2014

Matvöruverð breytist mikið milli ára

Sú matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 12. ágúst sl. hefur bæði hækkað og lækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í ágúst 2013. Miklar verðbreytingar eru í öllum vöruflokkum hjá öllum verslunum.

14. ágúst 2014

Bónus oftast með lægsta verðið (2)

Verslunin Bónus Korputorgi var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum, stórmörkuðum og klukkubúðum víðsvegar um landið þriðjudaginn 12. ágúst. Hæsta verðið var oftast að finna í verslun 10/11 L...

Fréttasafn