Fréttasafn

28. febrúar 2013

Nýtt fréttabréf ASÍ komið út (9)

Í fréttabréfi ASÍ í febrúar fjallar forseti sambandsins m.a. um nýsamþykkta ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um lífeyrissjóði, hugmyndir ASÍ um nýtt húsnæðislánakerfi og félagslegt húsnæðiskerfi að danskri fyrirmynd eru kynntar og athygli er vakin á átakinu Vertu á verði, sem öll aðildarfélög ASÍ standa að og hleypt var af stokkunum fyrr í vikunni.

27. febrúar 2013

Nýlegar verðlagshækkanir sýna ábyrgðarleysi fyrirtækja og SA

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ lýsir yfir þungum áhyggjum af nýjustu fréttum af þróun verðbólgunnar. Hann segir fyrirtækin í landinu hafa komið í bakið á launafólki og keppist nú við að hækka verð, dyggilega studd af sínum samtökum. „Atvinnulí...

27. febrúar 2013

Verðbólgan 4,8% - ekki hækkað jafn mikið milli mánaða frá hruni

Verðlag hækkaði um 1,64% í febrúar samkvæmt nýjum tölum um vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Verðbólga á ársgrundvelli eykst frá fyrra mánuði úr 4,2% í 4,8%. Verðlag hefur ekki hækkað jafn mikið í einum mánuði frá því í...

26. febrúar 2013

Vertu á verði! – stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar

Aðildarfélög ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhal...

25. febrúar 2013

ASÍ kynnir nýtt félagslegt húsnæðiskerfi

Fyrr í mánuðinum kynnti ASÍ hugmyndir sínar að nýju húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd sem vakti mikla athygli. Nú hafa flestir stóru stjórnmálaflokkanna líst áhuga á að skoða þær hugmyndir í fullri alvöru. Í dag kynnti ASÍ hina hliðina á ...

18. febrúar 2013

Fasteignagjöld lækka í Kópavogi

Verðlagseftirlit ASÍ hefur kannað álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2013 í 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Fasteignagjöldin hafa hækkað milli ára en í meirihluta tilfella er orsökin breyting á fasteignamati fremur en hækkuð álagni...

15. febrúar 2013

Atvinnuleysi í janúar mældist 5,5%

Vinnumálastofnun birti í dag tölur yfir atvinnuleysi í janúar en skráð atvinnuleysi í mánuðinum var 5,5% en til samanburðar var atvinnuleysið í janúar í fyrra 7,2%. Um áramótin rann út ákvæði um framlengdan rétt á atvinnuleysisbótum sem varð þ...

15. febrúar 2013

Er kominn tími til að tengja?

Þann 26. febrúar næstkomandi verður málþing um lagningu sæstrengs til Evrópu til flutnings á raforku. Á síðastliðnu ári var skipuð nefnd af iðnaðarráðherra sem hefur það hlutverk að framkvæma greiningar og rannsóknarvinnu á því hvaða áhrif lag...

14. febrúar 2013

Vöruverð í Iceland hefur hækkað um 10% síðan í haust

Matvöruverð heldur áfram að hækka. Frá því í haust hefur verð á vörukörfu ASÍ hækkað umtalsvert í nær öllum verslunarkeðjum. Mest er hækkunin í versluninni Iceland, ríflega 10% og í Krónunni 9%. Í verslunum 10-11 hefur vörukarfan hækkað um 6,4...

12. febrúar 2013

Ný skýrsla ASÍ um lífskjör á Norðurlöndunum 2006-2012

Í nýrri skýrslu hagdeildar ASÍ þar sem borin eru saman lífskjör á Norðurlöndunum kemur fram að breytingar á skattkerfinu hér á landi og auknar tilfærslur hafa orðið til þess að hlífa þeim tekjulægstu á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin...

Fréttasafn